Íbúinn 16. maí 2013

4
ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað 15. tbl. 8. árgangur 16. maí 2013 Reikningar Nótubækur Eyðublöð Fjölritunar- og útgáfuþjónustan s: 437 2360 Sveitamarkaður opnar í Borgarnesi Zonta-klúbbur Borgararðar hélt vorfund sinn að þessu sinni á Fitjum í Skorradal og naut þar leiðsagnar og gestrisni Huldu Guðmundsdóttur á Fitjum. Hér er Hulda að sýna altaristöflu sem Þórey Magnúsdóttir (Æja) gerði í tilefni af aldarafmæli Fitjakirkju árið 1997. Fitjakirkja er vel heimsóknarinnar virði en það voru Fitjabændur, Júlíus og Stefán Guðmundssynir sem byggðu kirkjuna 1896-97. Í henni voru upphaflega langbekkir en bekkjaskipan var breytt í hefðbundið form um 1950. Kirkjan var lagfærð árin 1989-94. Hún er klædd með upprunalegri klæðningu að innan sem Fitjabændur unnu með heimatilbúnum verkfærum. Predikunarstóll og altari er úr enn eldri kirkju. Stóllinn var hreinsaður og nú sést á honum upprunalega málningin. Fitjakirkja Sveitamarkaðurinn Ljóma- lind verður opnaður á morgun, föstudaginn 17. maí kl. 11 að Sólbakka 2 í Borgarnesi. Þar mun kenna ýmissa grasa segir í tilkynningu frá aðstandendum. Seld verða matvæli beint frá býli, mjög fjölbreytt handverk, blóm og ýmislegt fleira. Opið verður um helgar í maí, föstudaga frá kl. 12–19 og laugardaga og sunnudaga frá kl. 11 – 16. Frá 1. júní nk. verður opið alla daga. Á opnunardaginn verður heitt á könnunni og allir velkomnir. Kaffihúsakvöld í Logalandi Á morgun, föstudag verður svokallað kaffihúsakvöld í Logalandi. Húsið opnar kl 20:00 og dagskrá hefst hálftíma síðar. Ungir sem aldnir sjá um að skemmta gestum, meðal annarra hluti Uppsveitarinnar. Kaffi og hnallþórur til sölu, myndasýning með myndum frá starfi UMFR í gegnum tíðina.

Upload: oskar-birgisson

Post on 30-Mar-2016

222 views

Category:

Documents


9 download

DESCRIPTION

Íbúinn, fréttabréf í Borgarnesi og nágrenni

TRANSCRIPT

ÍBÚINNfrétta- og auglýsingablað

15. tbl. 8. árgangur 16. maí 2013

ReikningarNótubækur

EyðublöðFjölritunar- og

útgáfuþjónustan s: 437 2360

Sveitamarkaður opnar í

Borgarnesi

Zonta-klúbbur Borgarfj arðar hélt vorfund sinn að þessu sinni á Fitjum í Skorradal og naut þar leiðsagnar og gestrisni Huldu Guðmundsdóttur á Fitjum.

Hér er Hulda að sýna altaristöfl u sem Þórey Magnúsdóttir (Æja) gerði í tilefni af aldarafmæli Fitjakirkju árið 1997. Fitjakirkja er vel heimsóknarinnar

virði en það voru Fitjabændur, Júlíus og Stefán Guðmundssynir sem byggðu kirkjuna 1896-97. Í henni voru upphafl ega langbekkir en bekkjaskipan var

breytt í hefðbundið form um 1950. Kirkjan var lagfærð árin 1989-94. Hún er klædd með upprunalegri klæðningu að innan sem Fitjabændur unnu með

heimatilbúnum verkfærum. Predikunarstóll og altari er úr enn eldri kirkju. Stóllinn var hreinsaður og nú sést á honum upprunalega málningin.

Fitjakirkja

Sveitamarkaðurinn Ljóma-lind verður opnaður á morgun, föstudaginn 17. maí kl. 11 að Sólbakka 2 í Borgarnesi.

Þar mun kenna ýmissa grasa segir í tilkynningu frá aðstandendum. Seld verða matvæli beint frá býli, mjög fjölbreytt handverk, blóm og

ýmislegt fleira.Opið verður um helgar í

maí, föstudaga frá kl. 12–19 og laugardaga og sunnudaga frá kl. 11 – 16.

Frá 1. júní nk. verður opið alla daga. Á opnunardaginn verður heitt á könnunni og allir velkomnir.

Kaffi húsakvöld í Logalandi

Á morgun, föstudag verður svokallað kaffihúsakvöld í Logalandi. Húsið opnar kl 20:00 og dagskrá hefst hálftíma síðar. Ungir sem aldnir sjá um að skemmta gestum, meðal annarra hluti Uppsveitarinnar. Kaffi og hnallþórur til sölu, myndasýning með myndum frá starfi UMFR í gegnum tíðina.

Netfang: [email protected]

Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan

Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson

ÍBÚINNfrétta- og auglýsingablað

Auglýsingasími: 437 2360

Viðburðadagatalfö 17/5-11:00 Sólbakki 2 Borgarnesi;

Sveitamarkaðurinn Ljómalind opnar

fö 17/5-20:30 Logaland; Kaffi húsakvöld

la 18/5-15:00 Hesthúsahverfi ð Bgn;

Kvennareiðin

la 18/5-22:00 Edduveröld; Tónleikar

með Bjartmari Guðlaugssyni

su 19/5-11:00 Borgarneskirkja;

Hátíðarguðsþjónusta

su 19/5-14:00 Borgarkirkja;

Hátíðarguðsþjónusta

su 19/5-16:00 Borgarneskirkja;

Tónleikar Kórs Fella- og Hólakirkju

fö 24/5-20:00 Landnámssetur; Judy

Garland Kabarett

la 25/5-16:00 Landnámssetur; Judy

Garland - kabarett

fi 30/5-21:00 Landnámssetur; Ljúft og

létt - Theodóra og fj ölskylda syngjaAnnað í gangi:Börn í 100 ár í Safnahúsi 13-17 alla dagaEdduveröld o.vd. 10-23 & 10-01 helgar Hamarsvöllur; pútt fyrir eldri borgara fi mmtudaga kl. 14.00Heiðarborg; Vatnsleikfi mi opin öllum

þri kl. 15 og lau kl. 10Hverinn opið fö-su 12-18:30Íþróttamiðst.Bgn. Frjálsíþróttaæfi ngar

þri & fi kl. 17.00-18.30Íþróttamiðst.Bgn. Boccia lau 11-12Landbúnaðarsafnið opið eftir samkomul.Landnámssetur opið daglega 10-21Laxárbakki opið alla daga 10-22Nytjamarkaður Brákarey laugd. 12-16Páll á Húsafelli opið eftir samkomulagiRKÍ fatabúð Bgn o. fö 12-18 & lau 12-15Samgöngusafnið fi 20-22, lau 13-17Snorrastofa sýningar alla dagaVeiðisafnið Ferjukoti eftir samkomulagiÞórisstaðir húsdýragarður fö 15-18 laugard. og sunnud. 10-16

Samantekt: Borgarbyggð og ÍbúinnBirting viðburða er án endurgjalds og

tímasetningar ekki sannreyndar

BARNAHORNIÐ

Ungmennasamband Borgar-fjarðar hefur gefið út göngudagskrá sumarsins, en UMSB hefur staðið fyrir skipulögðum gönguferðum allmörg undanfarin sumur.

Gengið verður að jafnaði á miðvikudögum og farið af stað frá upphafsstað göngu kl 18:30, nema um annað sé getið í dagskrá.

Fyrsta ganga ársins var á dagskrá í gær, miðvikudag. Áfangastaðurinn var Snókur sem er fjall ársins (560 m). Gengið frá Neðra-Skarði í Hvalfjarðarsveit.

5. júní er áfangastaðurinn Hólmavatn í landi Stóru-Skóga. Gengið verður frá bílastæði við Grafarkot í Stafholtstungum sem er skógræktargirðing við þjóðveg nr 1. Sameinast í bíla við íþróttamiðstöðina í Borgarnesi kl 18:00.

19. júní verður gengið á Hraunsnefsöxl (394 m). Gengið er frá bæjarhlaðinu á Hraunsnefi. Sameinast í bíla við íþróttamiðstöðina í Borgarnesi kl 18:00.

3. júlí verður Skógarganga í Reykholti í samstarfi við Skógræktarfélag Borgarfjarðar. Sameinast í bíla við íþróttamiðstöðina í Borgarnesi kl 18:00.

17. júlí verður gengið á Tungu (437 m) fyrir ofan Kalmannstungu, gengið frá

vegamótum þar sem beygt er upp á Arnarvatnsheiði og Surtshelli. Af Tungunni er fallegt útsýni yfir Norðlingafljót, Fljótstungurétt og Húsafell. Sameinast er í bíla við íþróttamiðstöðina í Borgarnesi kl 17:30.

7. ágúst er áfangastaðurinn Grettisbæli (426 m) en það er móbergsstapi suðaustan í Fagraskógarfjalli. Ekið eftir slóða vestan við Hítará (beygt af þjóðvegi til móts við Brúarfoss). Sameinast í bíla við íþróttamiðstöðina í Borgarnesi kl 18:00.

21. ágúst Fossaganga með Grímsá, gengið frá Oddsstöðum með ánni upp að Lambá. Sameinast í bíla við íþróttamiðstöðina í Borgarnesi kl 18:00.

4. september Skógarganga í Grímsstaðagirðingu í samstarfi við Skógræktarfélag Borgarfjarðar. Sameinast í bíla við íþróttamiðstöðina í Borgarnesi kl 18:00.

18. september er áfanga-staðurinn Akrafjara-Útnes. Gengið frá Ökrum. Sameinast í bíla við íþrótta miðstöðina í Borgarnesi kl 18:00.

21. september laugardagur. Gestabók sótt á Snók. Sameinast í bíla við íþróttamiðstöðina í Borgarnesi kl 13:00 Gengið af stað frá Neðra-Skarði kl 13:30.

Göngudagskrá UMSB 2013

Kunnum við stafrófið

nógu vel til að geta

teiknað milli punktanna?

ÍBÚINNfer inn á öll heimili og

fyrirtæki í póstnúmerum 301, 310, 311, 320 og 356

Láttu vita af þér! - Auglýsing í Íbúanum kemst til skila

Auglýsingasími: 437 2360

Léttu þér lífi ðLéttu þér lífi ðLáttu okkur prenta ársskýrslunaLáttu okkur prenta ársskýrsluna

Fjölritunar- og útgáfuþjónustan

Hágæðaprentun í vönduðum vélumInnbinding að óskum viðskiptavina

Kveldúlfsgötu 23 - Borgarnesi

sími 437 2360 / 893 2361

Netfang: [email protected]

Fyrirhugað er sumarstarf fyrir börn 7-10 ára og 11- 13 ára, með svipuðu sniði og í fyrra.

Star ð hefst þann 10. júní og verður í 4 vikur. Starfsemin fer fram í félagsmiðstöðinni Óðali í Borgarnesi og er frá kl. 9:00 að morgni til kl.

16:00. Fyrsta daginn 10. júní hefst star ð kl. 13:00. Verð er kr. 2.500 á viku fyrir yngri hóp og kr. 1.000 á viku fyrir eldri hóp.

Sjá nánar auglýsingu á heimasíðu Borgarbyggðar. Skráningarfrestur er til 21. maí n.k. Skráningarblaðið má nálgast í

gegnum auglýsinguna eða í ráðhúsinu. Nánari upplýsingar veitir Hjördís Hjartardóttir, s: 4337100, netfang: [email protected].

Fjölskyldusvið Borgarbyggðar

Til foreldra barna 7 – 10 ára og 11 – 13 ára

Við viljum ráða starfsmann á útisvæði Stöðvarinnar í BorgarnesiVið leggjum áherslu á að í starf hjá okkur veljist glaðlegir, dugmiklir og þjónustulundaðir einstaklingar sem eru reiðubúnir að leggja sig fram um að mæta kröfum og væntingum viðskiptavina okkar

Umsóknir berist á netfangið: [email protected]