gustav geir bollason

8
Niðrá bryggju dorga feðgar og það er hvasst því gamla síldarverksmiðjan skýlir þeim ekki fyrir sjávargolunni sem glefsar í eyrun þó að sólin skíni á þá og saltar biðukollurnar. Norðlenskur prestssonur og tíu ára sonur hans, báðir jafnvígir á íslensku og frönsku, og ef þeir fá fisk getur verið að húsmóðirin, sem fæddist í Frakklandi en kennir myndlist á Akureyri, steiki hann upp úr smjöri. Og kannski fær húsbóndinn hjartastyrkjandi ávaxtalíkjör í apperatív, smyglaðan alla leiðina ofan úr franskri sveit. Heimurinn er ekki stór, hann er öllu heldur augnablik, einn daginn vaknarðu í Búdapest, þann næsta í París, þann þriðja á Hjalteyri og allt er þetta ein og sama andráin sem gerir þig að þér sem ert einn daginn prestssonur að norðan og þann næsta myndlistarmaður í París en þann þriðja hvorugt og svo miklu meira. Tíminn er þróun og við einungis ásýnd augna- bliksins, skilst mér þegar ég skoða verk Gústavs Geirs sem safnar beinum úr dauðum dýrum úti á víðavangi eins og aðrir safna frímerkjum. Er alltaf hvasst á Hjalteyri? dettur mér í hug að spyrja en kyngi spurningunni ósagðri með þessum dýrðlega ávaxtalíkjör sem örvar blóðið svo að hugsanirnar gjósa og hverfa. Sennilega skín sólin alltaf á Hjalteyri og leikur við skuggana sem leika við verksmiðjuna. Síldarhöllina. Húsmóðirin leggur olíumaríneruð kjúklingalæri í kúskús á borð úti í úkandi sólinni og egypskur kötturinn malar makindalega á borðinu, silkifeldur- inn brúnn og limirnir langir, hann er ólíkt hefðar- mannlegri en rjátluleg ljónstygg hundstíkin sem er þó líka brún, svona moldarbrún. Kötturinn og hundurinn elta húsmóðurina eins og tveir skuggar á milli herbergja meðan hún hlær djúpsposkum hlátri. Við erum stödd í ríkinu hans Gústavs Geirs, hjá sjálfum húsbóndanum í síldarhöllinni. Framti in i rustunum Síldarhöllin bæði var og er: Eitt sinn lönduðu norð- lenskir sjómenn síld á bryggjunni í boði dansk- ættaðra burgeisa, nú safnast þangað ölþjóðlegir myndlistarmenn og hengja upp verk sín á veðraða veggina sem áður bergmáluðu köll verkstjóra. Einn les upp ljóð á þýsku, annar þvær plastglös í þvottavél, sá þriðji klappar heimalningi smíðuðum úr rekaviði. Allt í boði Gústavs Geirs sem fylgist athugull með hvernig eitt tekur við af öðru, máist út, verður að andstæðu sinni – og heldur áfram að þróast … Einhver sér rústir í síldarverksmiðjunni, sá næsti eygir í henni framtíðarmöguleika. Hvað eru rústir? spyr sá þriðji og röddin minnir á Gústav Geir sem skynjar eilífðina í báða enda í veðruðum veggjunum: síbreytilegt andartakið. Í verkum hans eru rústir ekki rústir heldur umbreyting; ný áferð, nýr veruleiki, nýr skapari. Hann skyggnist handan við ásýnd hlutanna, inn í kviku tímans og undir yfirborðið, rannsakar samspil manns og náttúru og varpar fram spurningum, allt í senn náttúrufræðingur og skáld; Íslendingur í útlöndum og útlendingur á Íslandi; Jónas Hall- grímsson, forvitinn strákpjakkur og einstakur mynd- listarmaður. Vélræn skynjun Ég sé fyrir mér að Gústav Geir hafi róið út á frostköldu síðvetrarkvöldi með tvö svört hátalarabox sem hann sökkti í sjóinn, líkastur hoknum hákarlasjómanni fyrir hundrað árum. Eða var það kannski snemma vors? Ég veit það ekki en mér dettur ýmislegt í hug þegar ég horfi á kassana því listamaðurinn leyfir áhorfandanum að vera skáld. Áhorfandinn skynjar frásögnina í því sem hann sér, eins og þessum kössum sem velktust um í sjónum mánuðum saman og söfnuðu sögum sem áferð þeirra segir okkur sem horfum. Það var engin vitræn ástæða fyrir því að sökkva tveimur hátalaraboxum í sjóinn, segir Hjalteyrar- bóndinn. Öllu heldur heillaði þversögnin hann. Hann naut þess að hugsa um þá á reki um djúpið eins og lítil svarthol, ekki síst í vetrarveðrum þegar hann hafði ekki annað að hlusta á en veðrið. Kassarnir lágu í sjó frá því síðla ársins 2004 þangað til á vormánuðum 2008. Endrum og eins sigldi hann út á trillu til að vitja þeirra. Þegar hann fiskaði þá loksins upp höfðu þeir nýjar sögur að segja, Þeir báru með sér nýtt líf, eins konar hýslar umbreytingarinnar. Í þeim bjó endir og upphaf. Og þó! Í verkum Gústavs er endirinn óhjákvæmilega upphaf … Án titils, 2011. Hluti af Hræ. Kol á pappír, 142,7 x 215,5 cm

Upload: akureyri-art-museum

Post on 29-Mar-2016

251 views

Category:

Documents


0 download

DESCRIPTION

Syningarskra fra yfirlitssyningu a verkum Gustavs Geirs Bollasonar, sem ber nafnið Hyslar framtiðarinnar

TRANSCRIPT

Page 1: Gustav Geir Bollason

Niðrá bryggju dorga feðgar og það er hvasst því gamla síldarverksmiðjan skýlir þeim ekki fyrir sjávargolunni sem glefsar í eyrun þó að sólin skíni á þá og saltar biðukollurnar.

Norðlenskur prestssonur og tíu ára sonur hans, báðir jafnvígir á íslensku og frönsku, og ef þeir fá fisk getur verið að húsmóðirin, sem fæddist í Frakklandi en kennir myndlist á Akureyri, steiki hann upp úr smjöri. Og kannski fær húsbóndinn hjartastyrkjandi ávaxtalíkjör í apperatív, smyglaðan alla leiðina ofan úr franskri sveit. Heimurinn er ekki stór, hann er öllu heldur augnablik, einn daginn vaknarðu í Búdapest, þann næsta í París, þann þriðja á Hjalteyri og allt er þetta ein og sama andráin sem gerir þig að þér sem ert einn daginn prestssonur að norðan og þann næsta myndlistarmaður í París en þann þriðja hvorugt og svo miklu meira.

Tíminn er þróun og við einungis ásýnd augna­bliksins, skilst mér þegar ég skoða verk Gústavs Geirs sem safnar beinum úr dauðum dýrum úti á víðavangi eins og aðrir safna frímerkjum.

Er alltaf hvasst á Hjalteyri? dettur mér í hug að spyrja en kyngi spurningunni ósagðri með þessum dýrðlega ávaxtalíkjör sem örvar blóðið svo að hugsanirnar gjósa og hverfa. Sennilega skín sólin alltaf á Hjalteyri og leikur við skuggana sem leika við verksmiðjuna. Síldarhöllina.

Húsmóðirin leggur olíumaríneruð kjúklingalæri í kúskús á borð úti í fjúkandi sólinni og egypskur kötturinn malar makindalega á borðinu, silkifeldur­

inn brúnn og limirnir langir, hann er ólíkt hefðar­mann legri en rjátluleg ljónstygg hundstíkin sem er þó líka brún, svona moldarbrún. Kötturinn og hundurinn elta húsmóðurina eins og tveir skuggar á milli herbergja meðan hún hlær djúpsposkum hlátri. Við erum stödd í ríkinu hans Gústavs Geirs, hjá sjálfum húsbóndanum í síldarhöllinni.

Framti in i rustunum

Síldarhöllin bæði var og er: Eitt sinn lönduðu norð­lenskir sjómenn síld á bryggjunni í boði dansk­ættaðra burgeisa, nú safnast þangað fjölþjóð legir myndlistarmenn og hengja upp verk sín á veðraða veggina sem áður bergmáluðu köll verkstjóra. Einn les upp ljóð á þýsku, annar þvær plastglös í þvottavél, sá þriðji klappar heimalningi smíðuðum úr rekaviði. Allt í boði Gústavs Geirs sem fylgist athugull með hvernig eitt tekur við af öðru, máist út, verður að andstæðu sinni – og heldur áfram að þróast …

Einhver sér rústir í síldarverksmiðjunni, sá næsti eygir í henni framtíðarmöguleika. Hvað eru rústir? spyr sá þriðji og röddin minnir á Gústav Geir sem skynjar eilífðina í báða enda í veðruðum veggjunum: síbreytilegt andartakið. Í verkum hans eru rústir ekki rústir heldur umbreyting; ný áferð, nýr veruleiki, nýr skapari.

Hann skyggnist handan við ásýnd hlutanna, inn í kviku tímans og undir yfirborðið, rannsakar samspil manns og náttúru og varpar fram spurningum, allt í senn náttúrufræðingur og skáld; Íslendingur

í útlöndum og útlendingur á Íslandi; Jónas Hall­grímsson, forvitinn strákpjakkur og einstakur mynd­listarmaður.

Vélræn skynjun

Ég sé fyrir mér að Gústav Geir hafi róið út á frostköldu síðvetrarkvöldi með tvö svört hátalarabox sem hann sökkti í sjóinn, líkastur hoknum hákarlasjómanni fyrir hundrað árum. Eða var það kannski snemma vors? Ég veit það ekki en mér dettur ýmislegt í hug þegar ég horfi á kassana því listamaðurinn leyfir áhorfandanum að vera skáld. Áhorfandinn skynjar frásögnina í því sem hann sér, eins og þessum kössum sem velktust um í sjónum mánuðum saman og söfnuðu sögum sem áferð þeirra segir okkur sem horfum.

Það var engin vitræn ástæða fyrir því að sökkva tveimur hátalaraboxum í sjóinn, segir Hjalteyrar­bóndinn. Öllu heldur heillaði þversögnin hann. Hann naut þess að hugsa um þá á reki um djúpið eins og lítil svarthol, ekki síst í vetrarveðrum þegar hann hafði ekki annað að hlusta á en veðrið. 

Kassarnir lágu í sjó frá því síðla ársins 2004 þangað til á vormánuðum 2008. Endrum og eins sigldi hann út á trillu til að vitja þeirra. Þegar hann fiskaði þá loksins upp höfðu þeir nýjar sögur að segja, Þeir báru með sér nýtt líf, eins konar hýslar umbreytingarinnar. Í þeim bjó endir og upphaf. Og þó! Í verkum Gústavs er endirinn óhjákvæmilega upphaf …

Án titils, 2011. Hluti af Hræ. Kol á pappír, 142,7 x 215,5 cm

Page 2: Gustav Geir Bollason

Við sjáum sjóbarða hátalara og hugsum: Ónýtt drasl, enda hættir skynjun okkar til að vera vélrænni en öll færibönd heimsins. Við erum gjörn á að gleyma því að guð býr í garðslöngunni. Að einn daginn er olíutankur hús, þann næsta mosavaxinn steinn. Skynjunin hrekkir okkur sem ríghöldum í veru ­ leikann. Því hvað erum við án hans?

En hann er síkvikur svo við grípum fyrir eyrun meðan dynjandi rokk fossar út um hátalarann. Grípum fyrir augun því við viljum ekki eygja svartholið í honum. Sem svamlar í niðamyrku hyldýpi.Stjarna á himinfestingunni.Eilítið fegurri.

Fiskar bera ekki byssur

Ég fyllist lotningu við tilhugsunina eina að kass ­ arnir hafi velkst um í öllum veðrum og vindum. Einir úti í ballarhafi. Þessir kassar sem voru áður hátalarar og eru nú til sýnis í Listasafninu á Akureyri. Hvert fara þeir næst?

Kassarnir eru hluti af listaverkinu Fiskar bera ekki byssur. Verkið samanstendur af málverkum, teikningum, mynd böndum og hljóðskúlptúr.

Teikningar skipa ríkulegan sess í hugarheimi Hjalteyrar bóndans sem hefur prófað sitthvað á sínum siglingum, hvort sem er að mála olíumál­verk að hætti Flæmingja eða teikna áferð hlutanna í gegnum kvikmyndir.

Rómantískur og framúrstefnulegur í senn leitar hann eftir síbreytilegum málverkum umhverfisins. Stórvægilegum breytingum þess smáa. Áferð sem öreindirnar skapa. Og stundum valda þær ham­förum.

ad fer tvennum sögum af veruleikanum

Manneskjan er náttúra en náttúran er ekki mann­eskja og því eru þær dæmdar til að misskilja hvor aðra. Valdahlutföllin skarast svo það þarf góða bændur til að miðla málum. Menn sem geta lesið í hið ósagða: Þytinn í vindinum, haglélið á blóðberginu, guðinn í yfirgefinni síldarverksmiðju sem sjórinn mylur niður í fjörugrjót.Er það sem er nokkurn tímann það sem verður?Hverju trúum við?Getum við trúað eigin augum?

Spurningar sem þessar skolast um í höfðinu þegar ég virði fyrir mér ljósmyndir og teikningar eftir Gústav. Um leið birtist listamaðurinn fyrir hugskotssjónum mínum eins og strákpjakkur með skefjalausan áhuga á innsta eðli gangverksins; reiðubúinn að velta við hverjum steini, kryfja máfana, rífa klukkuna í sundur og svolgra í sig ævintýrafrásagnir landkönnuða. Samt er eitthvað svo fínlegt við þessi verk. Aftur verður mér hugsað til Jónasar Hallgrímssonar því það þarf skáld til að lesa sögur úr náttúrunni: Snemma lóan litla í / lofti bláu dirrindí …

Stundum vita skáldin ekki hvort þau lofsyngja guð eða náttúruna. Þau bara lofsyngja það sem er, rétt eins og vísindamaðurinn opinberar hið sama.En vísindaskáld, það kannar skilin.

Timavél ur teikningum

Öll þessi atvik eru smíðaefni veruleikans. Hjalteyrar bóndinn festir þau á filmu og birtir áferð þeirra með því að teikna og mála þau. Hann kannar gangverkið í bátnum sínum með pensli og kafar undir yfirborð hans með blýanti: Grandskoðar alla þá

samspilandi þætti sem skapa virknina sem þarf til að koma bátnum á flot svo hann megi verða hluti af virkni hafsins sem leitast stöðugt við að mála hann í sínum litum. Einn daginn sekkur hann. Eða verður að nýjum báti úr sjóbörðu timbri.

Á meðan leikur Hjalteyrarbóndinn sér að því að blanda saman efnum á striga til að lesa í framvindu þeirra sem gerjast og skapa hið ófyrirsjáanlega. Hann sendir svarta kassa inn í framtíðina og spyr frétta. Síðan smíðar hann tímavél úr teikningum af hreyfiafli kassanna. Því alls staðar eru svartir kassar, hver þeirra hafsjór atvika. Eða eigum við að segja landslagið í öreindinni.Saga efnisins eða eilíf andráin?Fjöreggið … tja, kannski lirfa í púmu?Býr fiskifluga í fiðrildaháfnum?Fékk sonur þinn fisk?

Down on the jetty, a boy and his father are jiggling a line. It is windy because the old herring factory affords no shelter from the sea breeze that nips at their ears even though the sun is shining down on them and the salty blowballs.

A minister’s son from the north and his ten­year­old boy, equally at ease in Icelandic and French, and if they catch a fish, the woman of the house, born in France and who teaches art in Akureyri, might fry it up in butter. And perhaps the husband will get some heart­strengthening fruit liqueur as an aperitif, smuggled all the way from the French campagne. The world is not a big place, it’s more of a moment; one day you wake up in Budapest, the next in Paris, the third in Hjalteyri, and all this belongs to the same instant and serves to make you one day the son of a minister from the north, the next an artist in Paris, and the third neither and yet much more.

Time is evolution and we are merely the reflection of the moment. This becomes clear to me as I look at the

works of Gústav Geir who collects bones from dead ani­mals from all around like other people collect stamps.

“Is it always windy in Hjalteyri?” it occurs to me to ask, but I swallow the question unspoken with this delicious fruit liqueur that stimulates the blood so that one’s thoughts gush and vanish. Most likely the sun always shines in Hjalteyri and plays with the shadows that flit about the factory. The herring palace.

The woman of the house places some oil­marinated drumsticks in couscous on the table out in the blowing sun and the Egyptian cat purrs comfortably on the table with its brown silky coat and long limbs. It is far more regal than the plodding, grouchy lion cub of a bitch that is also brown, a kind of earth brown. The cat and the dog follow the woman like two shadows from room to room while she laughs a deep satirical laugh. We are in the kingdom of Gústav Geir, the ruler of the herring palace himself.

The future in ruins

The herring palace both was and is: once the fisherman from the north brought their catch to the jetty in the service of burgesses of Danish descent; now inter­national artists congregate there and hang their works on the weather beaten walls that used to echo the calls of the factory foreman. One recites a poem in German, another washes plastic glasses in a dishwasher, a third pats a lamb whittled out of driftwood, all courtesy of Gústav Geir, who watches keenly how one thing succeeds another, erodes, becomes its opposite –  and continues to develop…

One sees ruins at the herring factory, another perceives a future potential. “What are ruins?” asked the third and his voice recalled that of Gústav Geir who senses infinity in both ends of the weather beaten walls: the continually changing now. There are no ruins in his work, rather mutations; a new method, a new reality, a new creator.

Auður Jónsdóttir

Án titils, 2004-2008. Hluti af Fiskar bera ekki byssur. Smíðablýantur/olía á striga, diptych, 55 x 285 cm

Án titils, 2008. Hluti af Svartir kassar. Krossviður, tjara og náttúruleg viðbót, 36 x 22 x 18 cm

Hráefni mitt eru hughrif og upplýsingar, ekki sönnunargögn eða heimildir. Ég get mótað og búið til úr þeim myndir, nákvæmar myndir.

Page 3: Gustav Geir Bollason

He probes for something on the other side of the appearance of things, inside the quick of time and beneath the surface, explores the interplay between man and nature and dishes out questions, a biologist and poet wrapped in one; an Icelander abroad and a foreigner in Iceland; Jónas Hallgrímsson, an inquisitive little rascal and a unique artist.

Mechanical sensations

I see Gústav Geir, having rowed out on a freezing cold night in late winter with two black loudspeakers that he let plummet into the sea, like a stooping shark fisherman a hundred years ago. Or was it perhaps early spring? I do not know, but several things occur to me when I look at the boxes because the artist allows the spectator to be a poet. The spectator perceives the narrative in what he sees, like these boxes that tumbled about in the sea for months on end and collected tales, imparted to us who watch through their texture.

There was no rational reason for sinking two loud speakers in the sea, says the farmer from Hjalteyri. Rather, he was enchanted by the contradiction. He enjoyed thinking about them drifting about in the deep as if they were little black holes, especially on winter days when he had nothing else to listen to except the weather.

  The speakers lay in the sea from late 2004 to the spring of 2008. Now and again, he sailed out in a small boat to see if there was any sign of them. When he finally fished them up out of the water they had new tales to tell. These vessels of transformation bore testemony to a new life. In them was the end and the beginning. Come to think of if, in Gústav’s work the end is unavoidably the beginning…We see the sea­battered speakers and think “useless trash.”

This is not surprising since our perceptions are more mechanical than any conveyor belt in the world. We are apt to forget that God inhabits the garden hose, that one day an oil tanker is a house and the next a moss covered stone. Our perceptions tease those who hold onto reality tenaciously because where would we be without it?

But it is constantly moving so we close our hands over our ears while the thunderous rock music pours out of the loudspeaker. And we place our hands over our eyes because we do not want to see the black hole that swishes about in the darkest recesses of the deep.A star in the firmament.A little more beautiful.

Fish do not carry guns

I am filled with awe just at the thought that these boxes had been rolling about in all wind and weather. Alone somewhere in the ocean. These boxes that had previously been loudspeakers and were now on exhibition at the Akureyri Art Museum. Where will they go next?

The boxes are part of the work Fish do not Carry Guns. The work is composed of paintings, drawings, videos and sound sculptures. The drawings occupy an important place in the imagination of the farmer from Hjalteyri who has tried a little of everything on his travels, from oil painting in the Flemish style to drawing the texture of things via movies.

Romantic and avant­garde at the same time, he is on the lookout for the continually changing paintings of the environment. Major changes in minutiae. A texture created by particles. And sometimes they cause catastrophes.

The tale of two realities

Man is nature but nature is not man and they are therefore doomed to misunderstand one another. A good farmer is needed to negotiate the overlapping forces of power. People who can read the unspoken: whistling in the wind, hail drops on the mountain thyme, God in the forsaken herring factory that the sea is wearing down into rocks and pebbles.Is that which is ever that which will be?What do we believe?Can we believe our own eyes?

Questions like this swirl around in my head when I look at photographs and drawings by Gústav. Then the artist appears immediately in my mind’s eye like a little rascal with an unbridled fascination for the innermost nature of clockworks, ready to turn over every stone, dissect gulls, tear a clock apart and devour explorers’ tales of adventure. Yet there is something so exquisite about these works. And my mind goes back to Jónas Hallgrímsson because it takes a poet to read stories from nature: “Early the little plover/ twittering in the blue air…”

Sometimes poets do not know whether they are singing God’s praises or that of nature. They simply sing the praises of that which is, just like the scientist reveals the same.But a scientist poet examines the difference.

A time machine from drawings

Just as Gústav Geir seeks to capture reality in the work, the work captures him. It throws his world wide open and on this occasion the biologist appears with a stream of butterflies chasing after fluttering events.

All these events are the materials of reality. The farmer from Hjalteyri catches them on film and reveals their texture by drawing and painting them. He investigates the mach­inery on his boat with a brush and dives under the surface with a pencil: scrutinizes all the

interplaying factors that produce the activity necessary to get the boat afloat so that it can become part of the activity of the ocean that

constantly seeks to paint it in its own colours. One day it sinks. Or becomes a new boat out of sea­worn timber.

In the meantime, the farmer from Hjalteyri continues to mix materials on a canvas in order to enquire about their progress that ferments and creates the unforeseeable. He sends black boxes into the future and presses them for news. Then he makes a time machine from the drawings that illustrate the kinetic energy of the boxes. There are black boxes everywhere, each of them an ocean of events. Or should we say a landscape in the molecule? The story of the material or the eternal moment?The precious egg. . . well, is it perhaps a larva in a puma?Does the fish fly live in the butterfly­net?Did your son catch a fish? Auður Jónsdóttir

Þar fer ég lengra með sviðsetninguna, get snúið henni og líka brotið hana upp, klippt og skeytt saman og breytt hugmyndum um skala...

Án titils, 2004. Hluti af Landslagsatvik. Blýantur, bátamálning og tjara á pappír, 42 x 30 cm

Án titils, 2004. Hluti af Landslagsatvik. Blýantur og sprey á pappír, 42 x 30 cm

Án titils, 2010t. Hluti af Landslagsatvik. Blýantur og bátamálning á pappír, 42 x 30 cm

Page 4: Gustav Geir Bollason

Eitt af helstu viðfangsefnum listamannsins og rithöfundarins Roberts Smithson er óreiðan. Í viðtali árið 1973 lýsir Smithson óreiðunni sem krafti sem „er í mótsögn við hina mekanísku heimssýn... hún er óafturkvæmt ástand, verund sem smátt og smátt leitar jafnvægis“. Samkvæmt Smithson er hrörnunarferlið — hvort sem það er náttúrulegt, manngert eða einhver samsetning þessara tveggja — óumflýjanlegt og því er fagurfræði hrörnunarinnar einnig óumflýjanleg. Smithson lítur til dæmis á endurreisn náttúrunnar sem óraunsæja hugaróra. Í stað þess að dreyma um endurreisn þurfum við að „sætta okkur við óreiðuástand“ jarðarinnar sem maðurinn hefur eyðilagt „og læra að innlima aftur þá hluti sem virtust vera ljótir.“

Glundroði og hrörnun eru líka hugðarefni Gústavs Geirs Bollasonar. Þó er það ekki óreiðan sem verk hans leika sér með, heldur hverfast þau um tækifærin sem felast í rústum tímarásarinnar. Smithson vill innlima óreiðuna í fegurðarskyn okkar, en Gústav Geir vill endurvinna hana. Hann vinnur með hluti sem fundnir eru á víðavangi, leikur sér með aðstæður og samþykkir heiminn eins og hann er: hann endurheimtir veruleikann. Rekaviður náttúrunnar og reköld mannanna setja á svið hinn sjónræna heim Gústavs og bilin á milli þeirra gefa í skyn að þar sé sögur að finna þó ósagðar séu. Landslagið læðist inn í sýnirými Gústavs, inn í ljósmyndasamsetningar, abstrakt grafísk verk eða jafnvel í verk búin til úr jörðinni sjálfri. Þessum verkum svipar til þess sem Smithson kallaði „non­sites“ eða staðleysur, búta úr jörðinni sem hafa verið sviptir samhengi sínu og hrifnir inn í galleríið. Áhorfandinn þarf að púsla saman þessum bútum í verkunum og á milli verka.

Áhugasvið Gústavs var upphaflega þjóðsögur og goðsagnir en seinna meir hætti hann að einblína á það hvernig við skynjum hið táknræna og fór að velta því

fyrir sér hvernig við skynjum hið sýnilega. Víðmyndir hans frá 1996 – svart­hvítar ljósmyndir sem kallast á við svart­hvítar teikningar af þessum ljósmyndum – eru eins og gönguferðir í gegnum landslag eftir Magritte, þar sem veruleikanum er stillt upp andspænis myndinni af honum – þótt „veruleiki“ ljósmyndarinnar sé að sjálfsögðu einhvers konar málamiðlun. Gefið er í skyn að veruleikinn og ímynd hans séu víxlanleg og að endurspeglunin sjálf sé raunveruleg. Gústav vitnar í annað verk Magrittes, Human Condition seríuna, í verki sínu Í gegnum miðju (1996 og 2000), skyggnusýningu ljósmynda af svartri bauju sem rekið hefur á land. Á meðan Magritte leikur sér með samband fígúru og jarðar vinnur Gústav Geir með samband viðfangsefnis og samhengis. Baujan, alltaf í miðju ljósmyndarinnar, virðist við fyrstu sýn vera aðalviðfangsefnið, en á sama tíma þjónar hún einungis sem tilvísun fyrir annað þema: hreyfingu áhorfandans í kringum hlutinn og hreyfingu sjávaraldanna. Stórt, þrívítt málverk, hluti af verkinu Au claire de lune (2001), vekur athygli á sjónrænum takmörkunum: tvöföld myndin er of stór til að augað geti numið hana í þrívídd og því er verkið njörvað niður í tvívíðan, óhlutstæðan rúmheim.

Gústav veltir því fyrir sér hvernig hægt sé að skapa hughrif handan skynjunar. Hann spinnur söguþræði og samhengi með því að tengja saman myndir og hluti og skapar úr þeim eitt verk. Í Mathusalem (2003) sjáum við málverk af innviði húss og þar er að finna glerskáp með uppstoppuðum fuglum. Þetta hús er áfangastaður bónda sem keyrir traktor í öðru málverki. Þoturnar, sem eru eins og deplar hátt ofan við höfuð bóndans, eru aðalatriðið í öðru málverki og flugmenn vélanna í enn öðru verki. Við þetta bætist hauskúpa af hesti – „fylgihlutur“ sem skírskotar til bóndans – og stillimyndir úr kvikmynd sem sýna innri skel hauskúpunnar. Á þennan

hátt opnar Gústav Geir verkið upp fyrir margbreytilegri túlkun með því grafa undan einstrengingslegri sýn á það og afhjúpar afrakstur þeirra athugana sem eiga sér stað með því að beina stækkunarglerinu að eða frá tilteknu viðfangsefni.

Miðpunktur sýningar Gústavs í Listasafninu á Akureyri er verk hans Fiskar bera ekki byssur (2004­ 2008). Þar skeytir listamaðurinn teikningar og málverk saman við myndbanda­ og tónskúlptúra. Listilega unnar teikningarnar eru gerðar eftir kvikmynd af hendi sem gangsetur vélina á báti listamannsins. Með þessum teikningum fylgja útlínumyndir sem sýna þverskurð skipsskrokksins og á teiknaðar útlínurnar hefur listamaðurinn málað skipsskrúfuna. Kvikmyndavél á bátnum festi á filmu hafflötinn og lífið á sjónum.

Þessari kvikmynd er varpað á vegg og á borð með vatni. Vatnsborðið endurspeglast einnig í myndinni sem varpað er á vegginn. Og freistist einhver áhorfandi til þess að dýfa fingrunum eða hendinni í vatnið, þá umhverfist kvikmyndin í bylgjur, gárur sem sjást bæði á vatnsborðinu og á veggnum. Eins og í Mathusalem dregur þetta verk athyglina að sjónarhóli áhorfandans með því að velta upp þeirri spurningu hvort yfirborð vatnsins er himna eða spegill og hvort áhorfandinn horfi á verkið ofan frá eða að neðan. Á baujurnar eru hengdir hátalarar sem spila kæfð hljóð skipsskrúfunnar undir vatnsyfirborðinu. Tveir svartir kassar, hátalarar sem listamaðurinn kastaði í sjóinn og dró á land nokkrum árum síðar þöktum þara og hrúðurkörlum, eru festir við baujur. Eins og svörtu kassarnir í flugvélum búa þessir velktu kassar yfir leyndarmálum. Þeir geyma söguna af því hvernig hlutir hverfa skyndilega sjónum og fela sig í tíma og rúmi til að endurskapa sjálfa sig.

Þótt þessir svörtu kassar hafi hljóðnað deila þeir samt leyndarmálum sínum með öðrum verkum Gústavs,

Án titils, 2003. Hluti af Mathusalem. Olía á striga, 20 x116 cmÁn titils, 2003. Hluti af Mathusalem. Olía á striga, 20 x 21,8 cm

Án titils, 2003. Hluti af Mathusalem. Olía á pappír, 26,5 x 26,9 cm

Án titils, 2000-2001. Hluti af Au clair de lune. Olía á pappír, 33,8 x 17 cm

Án titils, 2000-2001. Hluti af Au clair de lune. Olía á pappír, 15,2 x 22,5 cm

Ég geng fram á mannvistardrasl, ónýt hús, grunna og jarðrask og hnýt um hluti, stóra og smáa sem eru orðnir torkennilegir

Page 5: Gustav Geir Bollason

Án titils, 2011. Hluti af Hræ. Kol á pappír, 119,2 x 83,6 cm

Án titils, 2011. Hluti af Hræ. Kol á pappír, 83,6 x 119,2 cm

fundnum hlutum sem eru jarðlist í sjálfum sér. Þessir hlutir eru gjarnan sýndir á hillum undir ljósaborðum, sem sýna svo aftur ljósmyndaglærur af þeim stöðum sem þeir fundust á. Við þetta bætist röð mynda gerðar með blandaðri tækni, en innblásturinn að þeim má rekja til þess sem listamaðurinn kallar „minniháttar hamfarir náttúrunnar.“ Þessar abstrakt teikningar sækja myndmál sitt til fútúrisma og konstruktívisma og nýta sér samsettan stíl iðnaðarteikninga, ljósprenta og geometrískra skýri­mynda, sem bregður einnig fyrir í öðrum verkum listamannsins. Þessar „landslagsuppákomur“ eru í senn smávægileg átthagabundin atvik og hnattræn stórslys.

Einn af hápunktum þessarar sýningar Gústavs Geirs er ný röð teikninga sem fjalla bæði með beinum og óbeinum hætti um slík hugðarefni. Teikningnum er í raun ætlað að þjóna sem eins konar myndstiklur og

sýna okkur heiminn eftir að vistfræðilegt hrun hefur átt sér stað. Þegar olíulindirnar þorna upp skipta bílarnir ekki lengur máli; maður sést byggja hús úr gömlum gúmmídekkjum sem vart eru til annars nýt. Svokallaðir flóðhestabílar – sundursagaðir afturhlutar bifreiða sem dregnar eru áfram af hestum – aka hægt framhjá óplægðum túnum. Í drungalegustu teikningunni er beinamulningsvél að verki innarlega í hlöðu og í þeirri órakenndustu sturta tvær hendur hrútsvofu úr bíldekki ofan í læk.

Myndaflokkurinn lýsir því hvernig heimurinn er reistur úr öskustó með nákvæmlega sömu hlutum og lögðu hann í eyði og hvernig samskipti manns og dýra leita aftur til fyrri hátta. Íslenskt landslag og torfkofar næra hugsýnina, en stórar og sláandi kolateikningar úr sömu myndröð afhjúpa fegurðina sem kemur í ljós

eftir ragnarök og minna þær einna helst á bandaríska raunsæismálarann Andrew Wyeth. Smærri teikning­arnar eru stílfærðar og líkjast meira myndskreytingum í barnabókum eða fljótandi veröld japanskra ukiyo­e þrykka. Burtséð frá stíl þeirra beinist magnþrungið myndmálið að brennandi áhuga listamannsins á endurheimtum, bæði bókstaflega og fagurfræðilega.

Það er ógjörningur að öðlast heildstæðan skilning á Gústav Geir gegnum eitthvað eitt ákveðið verk. Þegar mörg eru saman komin renna þau hvort í annað og erfitt að sjá hvar einu lýkur og annað tekur við. Til samans draga þessi verk upp mynd af listamanni sem hneigist að abstrakt skipulagsleysi, sem hann útlistar af mikilli alúð og nákvæmni, og tekst að skapa rými úr óreiðunni sem hverfist um eigin lögmál.

eftir meðhöndlun náttúrunnar. Í niðurníðslunni og óreiðunni finn ég áhrif mikilfengleikans og kem auga á þróunina...

Shauna Laurel Jones

Page 6: Gustav Geir Bollason

One of Robert Smithson’s primary concerns as an artist and writer was entropy, which he described in a 1973 interview as a force that “contradicts the usual notion of a mechanistic world view… it’s a condition that’s irreversible, it’s a condition that’s moving towards a gradual equilibrium.” For Smithson, the process of decay—whether natural, manmade, or some combination of the two—is inevitability, and therefore the aesthetics of decay are inevitable as well. He sees environmental restoration, for instance, as an idealistic fantasy where instead “we have to accept the entropic situation” of land devastated by human use “and more or less learn how to reincorporate these things that seem ugly.”

Gústav Geir Bollason also has a preoccupation with disorder and decay, though not in and of themselves: rather, it is the opportunities offered by chance and the ravages of time that constitute a trope throughout his work. Just as Smithson values reincorporation, Gústav Geir values re clamation, both in the sense of working with found objects and situations and in the sense of coming to terms aesthetically with the world as it is—reclaiming reality. His visual world is carefully staged with the debris of nature, the debris of man, and the right amount of space between the two so as to suggest the possibility of a story without actually telling it. Little bits of landscape find their way into his exhibition space, whether in the form of composite photo displays, abstracted graphic works, or actual land, similar to Smithson’s non­sites, portions of displaced earth brought into the gallery. The viewer is left to assemble the pieces within and between works.

  Though Gústav Geir’s early artistic interests lay in folklore and mythology, his focus shifted to perception of the visible rather than the symbolic world. His panoramas from 1996 of alternating black­and­white photographs and black­and­white drawings of those photographs suggest a walk through a Magritte­like landscape in which reality is juxtaposed with its image—though of course the “reality” of the photograph is itself a mediation—implying that one is interchangeable for the other and that the reflection too is real. In another homage to Magritte, around one hundred still photographs of a spherical black buoy washed up on the beach are presented as a slide show in Through the center (2001). While Magritte plays with the figure–ground relationship, Gústav Geir plays with the relationship between content and context: the buoy, always in the exact center of each photograph, is seemingly the subject, and at the same time it serves as a mere point of reference for another subject, the motion of a viewer around the fixed object and the movements of the tide. A large stereoscopic painting of a car headlight, part of the work Au claire de lune (2001), calls attention to the limits of vision, as the double image is too large to be viewed stereoscopically and reads instead as a geometrical abstraction.

At the same time, Gústav Geir is also interested in impressions that go beyond mere perception, and he combines images and objects under the auspices of a single work in order to conjure narrative and symbolic associations. In Mathusalem (2003), for instance, the painting of an interior café setting offers the suggestion of a destination for a farmer driving

a tractor in another painting. The jet planes that appear as small details far above the driver’s head are the focus of yet another image, as are, respectively, the pilots. This series of paintings is accompanied by a horse’s skull—a “prop” associated with the farmer—and a video of the inside of the skull as well as drawings based on stills from the video. In this way, Gústav Geir opens the work to interpretation, destabilizing any one perspective and laying bare the exploration that results when the artist telescopes into or away from a given subject.

Similarly, in a centerpiece of his exhibition at the Akureyri Art Museum, Gústav Geir loosely combines a number of drawings and paintings with a video and sound sculpture under the title Fish do not carry guns, (2004­2008). The painstakingly rendered drawings comprise a series made after a film of a hand starting the engine of the artist’s boat; these are accompanied by a diagrammatic cross­section of the boat’s hull over which the propeller has been painted in more naturalistic detail. On a light table, still photographs taken from a camera affixed to the keel show a boat’s­eye view of life in the sea, and on another, the tips of icebergs, while a video projection on the wall shows the moving surface of the water itself. As in Mathusalem, the installation thus calls attention to the viewer’s perspective, this time calling into question whether the surface of the water is a membrane or a mirror and whether the viewer is looking from above or below. Two black boxes, speakers which the artist tossed into the ocean and hauled up again a few years later—by then encrusted with seaweed and barnacles—are affixed

Verk í vinnslu á vinnustofu, 2009 -. Blekdropar á pappír, efni í kvikmynd.

Þetta byrjar allt á tvívíðu yfirborðinu, framkallað með örsmáum hamförum á blaði. Flæðið skapast fyrir tilstilli tilviljanakenndra aðgerða

Page 7: Gustav Geir Bollason

og hreyfinga, eða vegna sundrunar, vélrænnar, eða gegnum endurteknar tilraunir sem í eðli sínu eru oft hliðstæður eyðileggingarinnar....

to buoys fitted with speakers from which the muffled, underwater sound of the boat’s propeller emanates. Like electronic black boxes, the sea­weathered boxes in the installation contain their own secrets, the story of the sculptural objects temporarily relinquished to time and the elements in order to create themselves.

Though remaining silent to our ears, the black boxes do share their secrets with others of Gústav Geir’s works, such as photographs of found objects in nature that are their own works of land art, and a series of abstract works on paper inspired by what the artist calls these “little catastrophes in the land.” The latter mixed­media series borrows visual language from Constructivism and Futurism as well as the composite style of industrial drawings, blueprints, and geometric diagrams that appears elsewhere in the artist’s work. These “landscape incidents” are at once local, firsthand trivialities, and global, cataclysmic events.

A new series of drawings, forming one of the highlights of Gústav Geir’s exhibition, deals more explicitly and figuratively with such concerns. Intended to serve as a sort of storyboard for a film collaboration, the pictures reveal a world on the other side of an environmental collapse. With oil reserves depleted, cars have become irrelevant; a man is at work building a house from old tires, clearly best put to use this way. Hippomobiles—the rear halves of sawed­off automobiles pulled by horses—drive slowly past in unplowed fields. In the most somber drawing, a bone grinder is at work at the back of a barn, and in the most fanciful, a pair of hands pours the ghost of a young ram out of a tire and into a river. The narrative describes the rebuilding of a world with the very things that brought about its demise, as well as a return to a different model of animal–human relationships. Icelandic landscape and turf houses provide the visual inspiration, but the post­

apocalyptic beauty in the striking, large­scale charcoal drawings in the series brings to mind the style of American realist painter Andrew Wyeth; the smaller drawings are stylized and resemble illustrations for a children’s story or the floating worlds of ukiyo­e prints. Regardless of their style, the compelling imagery speaks to the heart of the artist’s interest in reclamation, literally and aesthetically.

It is impossible to form a complete impression of Gústav Geir’s work in any given piece. Seen together, however, it is difficult to see where one work leaves off and another begins. They create a picture of an artist who combines a penchant for the chaos of abstraction with a careful precision of technique, an artist who reclaims entropy as a space for its own internal order.

Shauna Laurel Jones

Án titils, 2005-2007. Hluti af Landslagsatvik. Smíðablýantur, tjara, sprey, lakk, 200 x 200 cm

Page 8: Gustav Geir Bollason

Án titils, 2011. Úr myndröðinni Hræ. Kol á pappír, 140,4 x 68,3 cm

Vegghleðsla (verk í vinnslu), innsetning í Listasafninu á Akureyri 2011

Gústav Geir Bollason er fæddur á Akureyri árið 1966. Hann stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1987-‘89, Magyar Képzömüveszeti Egyetem í Búdapest 1989-’90 og lauk DNSEP gráðu við Ecole Nationale d’Art í Frakklandi árið 1995. Gústav hefur tekið þátt í fjölmörgum samsýningum hér heima og erlendis og haldið tíu einkasýningar. Yfirlitssýning hans í Listasafninu á Akureyri er sú stærsta fram til þessa. Gústav er einn af stofnendum Verksmiðjunnar á Hjalteyri og situr í stjórn hennar.

Gústav Geir Bollason was born in Akureyri in 1966. He studied at the Icelandic College of Art and Crafts from 1987 to ‘89, Magyar Képzömüveszeti Egyetem in Budapest from 1989 to ‘90, and graduated with a DNSEP degree from Ecole Nationale d’Art in France in 1995. Gústav has participated in a number of joint exhibitions in Iceland and abroad and has held ten one-man exhibitions. This retrospective at the Akureyri Art Museum is his largest to date. Gústav is one of the founders of the Factory in Hjalteyri and a member of its board.

Styrktaraðilar sýningarinnar:

Sænes Grenivík

Opið alla daga nema mánudaga 12-17Open daily except Mondays 12-17

www.listasafn.akureyri.isSími 461-2610, email: [email protected]

Ritstjóri/editor: Hannes SigurðssonHönnun/design: Sóley Björk Stefánsdóttir