Ársskýrsla 2009

36
ÁRSSKÝRSLA 2009 Golfþing haldið í Reykjavík 21. nóvember

Upload: golfsamband-islands

Post on 24-Mar-2016

237 views

Category:

Documents


7 download

DESCRIPTION

Skýrsla stjórnar GSÍ ásamt ársreikningi.

TRANSCRIPT

Page 1: Ársskýrsla 2009

ÁRSSKÝRSLA 2009Golfþing haldið í Reykjavík 21. nóvember

Page 2: Ársskýrsla 2009

Dagskrá

Golfþing í ReykjavíkÍþrótta- og sýningarhöllin í Laugardal

Laugardagur 21. Nóvember

Kl. 8:45 Kjörbréf afhent starfsmönnum þingsins.

Kl. 9:00 Gengið til aðalfundarstarfa samkvæmt lögum GSÍ.

1. Þingsetning2. Innganga nýrra golfklúbba3. Kosning í þriggja manna í kjörbréfanefnd, nefndin skal yfirfara kjörbréf og gera grein

fyrir störfum sínum áður en 7. dagskrárliður hefst.4. Kosning fyrsta og annars þingforseta.5. Kosning fyrsta og annars þingritara.6. Fráfarandi stjórn gefur skýrslu sína.7. Gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga GSÍ8. Umræður og atkvæðagreiðsla um skýrslu stjórnar og reikninga sambandsins.9. Kosning kjörnefndar og skipað í starfsnefndir þingsins.10. Stjórnin leggur fram fjárhagsáætlun fyrir næsta starfstímabil, ásamt tillögum um

félagagjöld.11. Lagðar fram lagabreytingar sem stjórninni hafa borist með löglegum fyrirvara.12. Teknar til umræðu aðrar tillögur og önnur mál sem borist hafa til stjórnar.

Kl. 11:00 Nefndir starfa.

Kl. 11:30 Hádegisverður framreiddur (nefndir starfa í þinghlé).

Kl. 14:30 Þingstörfum fram haldið samkvæmt dagskrá.

13. Nefndaálit og tillögur. Umræður og atkvæðagreiðsla um lagabreytingar og framkomin mál.14. Önnur mál.15. Álit kjörnefndar.16. Kosning stjórnar sbr. 9. gr.17. Kosning tveggja endurskoðenda og tveggja til vara.18. Kosning þrigga manna og þriggja til vara í golfdómstól. Sama fjölda í

áhugamennskunefnd, aganefnd og forgjafarnefnd.19. Kosning fulltrúa og varafulltrúa GSÍ á Íþróttaþing ÍSÍ.20. Þingslit.

Kl. 20:00 Sameiginlegur kvöldverður þingfulltrúa á Hótel Sögu.

Page 3: Ársskýrsla 2009

...

...

...

...

...

...

...

...

...

...

...

...

...

...

...

...

...

...

Vinnur að framgangi golfíþróttarinnar ogútbreiðslu á Íslandi rekur öfluga afreksstefnu og styður klúbbana viðþjálfun og uppbyggingu afrekskylfinga.

gefur út tímaritið Golf á Íslandi og handbókkylfingsins.

rekur og heldur utan um tölvukerfihreyfingarinnar, www.golf.is.

kynnir golf í skólum, fjölmiðlum og annarstaðarþar sem því verður við komið.

er ráðgefandi þegar stofnaður er golfklúbbur eðabyggður er golfvöllur.

veitir allar helstu uplýsingar um tölfræði golfsins.

Samræmir leikreglur og reglur um forgjöfþýðir og staðfærir forgjafar,- móta- og keppenda-reglur ásamt golfreglum í samræmi við reglurR&A og EGA.

sér um að allir golfvellir landsins séu metnirsamkvæmt vallarmatskerfi EGA.

heldur héraðs- og landsdómaranámskeið.

býður uppá miðlægt tölvukerfi fyrir klúbba-stjórnendur og hinn almenna kylfing.

Stuðlar að mótahaldi um land alltbýður uppá mótaröð fyrir alla aldurshópa.

heldur Íslandsmót í höggleik og holukeppni íöllum aldursflokkum.

heldur Íslandsmót í sveitakeppni fyrir allaaldursflokka.

er ráðgefandi þegar kemur að uppsetningu vallafyrir mót og almenna golfvallarumhirðu og styðurSÍGÍ sem eru samtök golfvallastarfsmanna.

Annast erlend samskiptistyður við afreksmenn og sendir þá á alþjóðlegmót.

styður áhugamenn á leið þeirra til atvinnu-mennsku.

skipuleggur alþjóðlega viðburði sem haldnir eruhér á landi.

styður Golf Iceland sem leggur áherslu á fjölgunferðamanna í golf.

Efnisyfirlit

Golfsamband Íslands...

05

21

28

13

26

32

Skýrsla stjórnar Ársreikningur

Skýrsla PGA

Úrslit úr mótum

Rekstraráætlun

Landsliðsverkefni

Page 4: Ársskýrsla 2009
Page 5: Ársskýrsla 2009

Á golfþingi sem haldið var í húsakynnumLaugardagshallar í Laugardal 17. nóvember2007 voru eftirtaldir kosnir í stjórn sambandsinsog skiptu þeir með sér verkum á fyrstastjórnarfundi:

Forseti: Jón Ásgeir Eyjólfsson NK

Stjórn:Róbert Svavarsson GS varaforsetiHaukur Örn Birgisson GO, meðstj.Eggert Sverrisson GR gjaldkeriGuðmundur Ólafsson GKG meðstj.Guðmundur Friðrik Sigurðsson GK meðstj.Kristín Magnúsdóttir GR ritari

Varastjórn:Gunnar Gunnarsson GVÓmar Halldórsson GATheódór Kristjánsson GKj

Varastjórnarmenn sátu alla stjórnarfundi og tókufullan þátt í fundarstörfum. Það sem er af þessukjörtímabili hefur stjórnin haldið 24 reglulegafundi auk þess hefur stjórn skipað nokkrarstarfsnefndir stjórnar sem fundað hafa átímabilinu. Önnur embætti kosinn á Golfþing:

Endurskoðendur:Stefán SvavarssonGuðmundur Frímannsson.Varaendurskoðendur:Hallgrímur Þorsteinsson og Ómar Kristjánsson

Áhugamennskuefnd:Georg TryggvasonÖrn HöskuldssonGísli Guðni HallVaramenn í áhugamennskunefnd:Hannes Guðmundsson og Júlíus Jónsson

Aganefnd:Sigurður GeirssonJónatan ÓlafssonGuðbrandur SigurbergssonVaramenn í aganefnd: Reynir Þorsteinsson,Ríkarður Pálsson og Páll Kristjánsson

Forgjafarnefnd:Guðmundur ÓlafssonÁgúst GeirssonGuðmundur MagnússonVaramenn í forgjafarnefnd:Anna Björk Birgisdóttir og Baldur Gunnarsson

Dómstóll GSÍ:Hjörleifur KvaranTryggvi GuðmundssonGuðmundur Sophusson

Áfrýjunardómstóll GSÍ:Sveinn SnorrasonKristján EinarssonÞorsteinn Sv. StefánssonVaradómarar:Helgi Bragason, Þórir Bragason og Sigurður Geirsson.

Starfstímabil þessarar stjórnar eru árin 2008 og2009. Búið er að gera grein fyrir starfsárinu 2008í skýslu til formannafundar sem jafnframt vardreift til allra klúbba og er aðgengileg á netinuog mun ég því aðeins gera þessu starfsári 2009skil, en það er 67. starfsár golfsambandsins.Golfsambandið var stofnað 1942 af GolfklúbbiReykjavíkur, Golfklúbbi Akureyrar og GolfklúbbiVestmannaeyja og var golfsambandið fyrstasérsambandið innan Íþrótta og Ólympíu-sambands Íslands. Í dag eru 65 golfklúbbaraðilar að sambandinu og hafa aldrei verið fleiri.Frá síðasta þingi hafa Golfklúbburinn Skrifla,Golfklúbbur Vopnafjarðar, GolfklúbburinnLundur og Golfklúbburinn Tuddi gengið ísambandið og bjóðum við þá velkomna í hópinn.Meðlimir þeirra klúbba sem aðild hafa aðsambandinu voru 15.529 þann 1. júlí s.l.

Ég vil byrja á því að bjóða alla þingfulltrúavelkomna á þing Golfsambandssins sem erhaldið í Íþrótta og Sýningarhöllinni hér íLaugardal. Boðað er til golfþings annað hvert áren formannafundur haldinn árið á milli. Sá siðurhefur skapast að halda golfþingið hér á

Ársskýrsla 2009 - Síða 5

Skýrsla stjórnar

Page 6: Ársskýrsla 2009

Reykjavíkursvæðinu en formannafundinn álandsbyggðinni. Reyndar var meiningin að haldafundinn í fyrra á Austurlandi en vegnaástandsins í þjóðfélaginu á síðasta ári var horfiðfrá þeirri ákvörðun. Þeirra tími kemur þó síðar.

Golfsumarið 2009 var æði sérstakt. Þaðeinkenndist af nokkrum atriðum. Í fyrsta lagi varveðurfar með eindæmum gott hér sunnanlandsog þó að það hafi vorað seint fyrir norðan þáverður að telja að þetta hafi verið þegar áheildina er litið eitt besta sumar veðurfarslega ímanna minnum. Annað atriði sem er athyglisverter fjölgun kyfinga og fjölgun leikinna hringja ágolfvöllum landsins. Víða var efitt að komast aðog þurfti að bóka sig með fyrirvara til þess að fárástíma. Svo mikið var leikið á nokkrum völlumað vallarstjórar töluðu um álagsmeiðsli ágolfvöllum sínum. Hins vegar dró mikið úrgolfferðum til útlanda og þó að ferðafrömuðirhafi talað um fullbókaðar ferðir þá má telja aðframboðið hafi verið miklu minna eða allt aðþrisvar sinnum minna.

Þegar við reynum að gera okkur grein fyrirvinsældum íþróttarinnar og að hve margir leikigolf er ekki úr vegi að leggja saman þá sem erumeðlimir í golfklúbbum annars vegar og hinsvegar þá sem svara í lífsviðhorfskönnunCapacent, en þar kemur fram að þeir sem svaraspurningunni um hversu oft þeir fara í golfárlega eru rúmlega 35 þúsund íslendingar semfara 5 sinnum eða oftar í golf á ári, eða rúmlegatíundi hluti þjóðarinnar. Ef þessi niðurstaða værinotuð í samantekt yfir lykiltölur frá Evrópuværum við á toppnum. Þetta er með því hæðstasem gerist í heiminum og segir okkur töluvertum vinsældir íþróttarinnar. Þegar við berumokkur saman við aðrar þjóðir hvað þetta snertirber að hafa í huga eftirfarandi: Hið stutta sumarokkar gefur ekki möguleika nema á 5-6 mánaðatímabili miðað við margar aðrar þjóðir sem getaleikið mestan hluta ársins. Hins vegar vegum viðtöluvert upp á við þegar við tökum í reikninginnlanga sumardaga með ómældri birtu allansólarhringinn. Það er allavega ljóst að sjaldaneða aldrei hafa verið leiknir eins margirgolfhringir á einu ári eins og í sumar hér á landi.

Þriðja atriðið sem hafði sérstöðu í ár var reksturgolfklúbbanna og sambandsins. Hinefnahagslega dýfa sem bankahrunið leiddi af

sér skapaði erfiðleika í rekstri á margan hátt.Stuðningur við starfð varð allt erfiðara ogbrotthvarf aðalstuðningsaðila okkar kallaði áendurskoðun og endurmat á starfssemi okkar.Öflun auglýsinga í miðlum okkar varð erfiðari ogtregari svo og öll liðveisla. Ekki svo að mennhefðu misst áhugann á því að styðja okkurheldur var hér um keðjuverkun að ræða. Til aðmæta þessari óvæntu tekjuskerðingu varákveðið að skera mikið niður í starfsemisambandsins og því miður varð afrekssviðið fyrirmesta niðurskurðinum og var hætt viðæfingaferðir og þátttaka í nokkrum mótumerlendis á árinu 2009. Jafnframt var mikluaðhaldi beitt í rekstri sambandsins og útgjöld tilýmissa þátta dregin saman þó með þvímarkmiði að þjónusta við klúbbanna og hinnalmenna kylfing yrði með svipuðum hætti ogáður.

Ég sagði í skýrslu minni til ykkar áformannafundi að við vissum ekki hvenærbotninum væri náð og hvenær fótfesta ogviðspyrna væri raunhæf. Satt best að segjavitum við það ekki ennþá. Við getum í besta fallivonað. Við höldum áfram vonum hið besta oggerum gott úr því sem við höfum. En þetta góðirþingfulltrúar þekkið þið af eigin raun því allir búavið þetta ástand.

Þrátt fyrir ytri áföll og mikinn samdrátt þá hefurmargt verið gert á vettvangi sambandsins ogmun ég nú gera grein fyrir þeim helstuverkefnum sem við höfum unnið að á tímabilinu.

Forgjafar og vallarmatsmálBúið er að innleiða að fullu EGA forgjafarkerfiðog allar þær vinnslur sem kerfið gerir kröfur um.Þannig er árleg endurskoðun forgjafar reiknuð áalla kylfinga í sambandinu í samræmi við kröfurEGA og öll mót sem haldin eru á vegumklúbbanna og GSÍ eru reiknuð út frá CSA semtekur tillit til aðstæðna á hverjum tíma. Einungsörfá golfsambönd hafa tekið allar aðgerðir EGAforgjafarkerfisins í notkun en þar semforgjafarútreikningur hér á landi er unnin ítölvukerfi sambandsins, golf.is og samræmd yfirlandið, hefur tekist að koma þessu á.

Jafnhliða upptöku á árlegri endurskoðunforgjafar og CSA útreikningi á opin mót, er núbúið að endurmeta flesta golfvelli landsins og

Síða 6 - Ársskýrsla 2009

Skýrsla stjórnar

Page 7: Ársskýrsla 2009

reglulegt endurmat skipulagt. Í gögnum ykkargetið þið fundið upplýsingar frá Forgjafarnefnd,þar sem gerð er grein fyrir stöðuvallarmatsmála. Því má segja að forgjafarkerfiðhér á landi sé orðið mjög þróað miðað við þærforsendur sem lagðar eru til grundvallar kerfinu.Þá eru til á einum stað gögn um allaæfingahringi kylfinga á Íslandi frá árinu 2000auk þess sem upplýsingar úr öllum mótum fráþví 2000 er að finna í gagnagrunnigolfsambandsins.

AfreksmálÞrátt fyrir erfitt ár hvað varðar styrktaraðila einsog komið hefur fram hefur áhersla verið lögð áað senda keppendur frá GSÍ í hefðbundinverkefni. Þannig var karlalandsliðið sent tilWales til keppni í Evrópukeppni liða ogkvennalandsliðið sent til keppni í Slóveníu.Árangur karlaliðsins var ágætur, enduðu í 12.sæti á mótinu eða um miðjan hóp. Kvennaliðiðstóð ekki undir væntingum og endaði í C-riðli.Þá sendum við 4 unglinga á Evrópumótunglinga (European Young Masters) í París ogvoru árangur þeirra þokkalegur, voru um miðjanhóp og í landskeppninni varð Ísland í 16. sæti af26 þjóðum.

Í ágúst tóku 5 kylfingar þátt í Opna Finnskameistaramótinu og komust þeir allir í gegnumniðurskurðinn á mótinu. Hlynur Geir Hjartarsonog Eygló Myrra Óskarsdóttir stóðu sig síðanmjög vel á lokahringnum og enduðu bæði í 4.sæti. Þess má geta að mjög sterkiráhugakylfingar frá norðurlöndunum tóku þátt ímótinu.

Þrátt fyrir að Staffan Johansson hafi lokiðstörfum sem landsliðsþjálfari í byrjun ársinshefur hann verið atvinnukylfingum okkar til haldsog trausts við undirbúning verkefna erlendis.Þannig hefur Birgir Leifur Hafþórsson og StefánMár Stefánsson æft undir handleiðslu hans áárinu auk þess sem hann hefur veitt kylfingumokkar góð ráð. Ragnar Ólafsson var skipaðurlandsliðseinvaldur í byrjun árs og hefur hanneinnig haldið utan um æfingar fyrir afrekshópaGSÍ. Þannig var ekkert slakað á í æfingumsíðasta vetur, heldur þvert á móti var sú góðaæfingaaðstaða sem byggð hefur verið upp nýtttil æfinga auk þess sem GSÍ var með tíma íReiðhöllinni í Víðidal.

MótamálNokkuð miklar breytingar urðu á mótahaldi GSÍvið það að missa helsta stuðningsaðilasambandsins á árinu og hefur umgjörðin veriðminni vegna þessa. Þó var brytað uppá þeirrinýung að sýna frá Íslensku mótaröðinni á RÚV ísumar og gefa þannig fleirum tækifæri á aðfylgjast með þeim bestu við keppni. Íslandsmótiðí höggleik fór fram á Grafarholtsvelli og tókst þaðmjög vel. Glæsileg umgjörð var um mótið ávegum Golfklúbbs Reykjavíkur og jafnframt varsýnt frá mótinu á RÚV í beinni dagskrá.Samkvæmt mælingum var um 27% uppsafnaðáhorf á mótið og sýnir það áhorf, sannanlegahversu golfíþróttin er vinsæl. Mótið vargríðarlega spennandi í bæði karla-ogkvennaflokki og réðust úrslit ekki fyrr en álokaholunni í kvennaflokki þar sem Valdís ÞóraJónsdóttir GL sigraði, átti eitt högg á SignýuArnórsdóttur GK. Í karlaflokki varð spennannæstum óbærileg, þar sem Ólafur BjörnLoftsson NK náði að vinna upp 4 högga forystuStefáns Más Stefánssonar GR á síðustu 4holunum og sigra síðan í þriggja holu umspili.Magnaður endir á frábæru móti. Fjölmargiráhorfendur mætu í Grafarholtið til að fylgjastmeð mótinu og var reynt að gera aðkomu þeirraeins aðgengilega og hægt var, m.a. var útbúinnsæti fyrir þá við 16, 17. og 18. holu auk þesssem stór skorspjöld voru sýnileg við 18. flötina.

Unglingamótin hafa verið vel sótt í sumar og varfullbókað í þau öll. Af því tilefni ákvað GSÍ aðreka sérstaka mótaröð fyrir þá sem eru að byrjaí golfi og eru ekki komnir með nógu lága forgjöftil að keppa á aðalmótaröðinni og nefnist húnÁskorendamótaröðin. Mjög góð þátttaka hefurverið á þeirri mótaröð og margirframtíðarkylfingar stigið þar sín fyrstu skref. Þá

Ársskýrsla 2009 - Síða 7

Skýrsla stjórnar

Page 8: Ársskýrsla 2009

var í sumar byrjað með mótaröð 12 ára og yngriþar sem yngstu kylfingarnar okkar keppa áfremri teigum en hefðbundið er og hefur húnverið vel sótt.

Sveitakeppnir GSÍ hafa líka verið vel sóttar í árog fyrirséð að við þurfum að bæta við 5.deildinni fyrir næsta vetur til að svara þeirrieftirspurn sem er framkomin varðandi þátttöku ísveitakeppnunum. Að þessu sinni fór 1. deildkarla fram á Jaðarsvelli á Akureyri og var mótiðmjög spennandi og skemmtilegt. GolfklúbburAkureyrar hefur staðið í miklum breytingum ávellinum undanfarin ár og er hann nú að verðamjög glæsilegur.

ÚtgáfumálGolfsambandið hefur þrátt fyrir erfitt árferði íauglýsingamálum haldið áfram að gefa úttímaritið Golf á Íslandi og er því dreift til allrafélagsbundina kylfinga í klúbbum. Það er til15.529 kylfinga, en eitt blað er sent á hvertgolfheimili. GSÍ er eina sérsambandið sem veitiriðkendum sínum slíka þjónustu, en í blaðinu erkomið fram fréttum og tilkynningum til kylfingaauk þess sem blaðið gefur okkur tækifæri til aðkynna nýja velli og fjalla um það sem helst er ádöfinni hjá klúbbunum og hjá golfsambandinu.

Þá hefur GSÍ yfir að ráða tölvukerfi sem sniðiðer að þörfum kylfinga þannig að kylfingar erudaglega í beinni snertingu við sambandið þegarþeir panta sér rástíma, skrá sig í mót eðafylgjast með forgöfinni sinni og því auðvelt aðkoma skilaboðum til kyflinga í gegnum þannmiðil. Golf.is er vinsælasti íþróttavefur landsinsyfir sumartímann og voru flettingar á fjórðumilljón bara í júlímánuði.

Golfsambandið gaf út Handbók kylfingsins ísamstarfi við GolfIceland og FerðamálasamtökÍslands, þar sem allir golfvellir á Íslandi erukynntir og er handbókinni dreift endurgjaldslaustá upplýsingamiðstöðum, golfklúbbum og hjáferðaþjónustufyrirtækjum. Bókin er ætluð aðvekja athygli á hversu víða er hægt að spila golfá Íslandi og hvetja innlenda jafnt sem erlendaferðamenn til að veita golfvöllunum athygli.

TölvukerfiðGolf.is er helsta stjórntæki klúbbanna til aðráðstafa rástímum og setja upp og reka mót og

er rekstur kerfisins í höndum skrifstofu GSÍ.Reksturinn hefur gengið vel í sumar og þrátt fyrirmikið álag hefur hann uppfyllt allar þær kröfursem til hans eru gerðar. Helsta vandamálið ergríðarlegt álag á golfvöllunum þar sem miklufleiri kylfingar hafa óskað eftir rástímum en plásser fyrir. Þannig hafa rástímar á völlunum hér áhöfuðborgarsvæðinu bókast á 3-5 mínutumþegar mest var og segir það okkur að nokkurhundruð kylfinga eru á vefnum á hverjum tíma.

Fjölgun iðkendaÁ síðasta formannafundi lagði stjórn GSÍ framfjárhagsáætlun þar sem gert var ráð fyrir fækkuniðkenda innan sambandsins á árinu 2009.Niðurstaðan hefur verið önnur, kylfingum hefurfjölgað um tæplega 750 og eru nú komnir yfir 15þúsund. Þá hefur klúbbunum einnig verið aðfjölga og eru þeir orðnir 65 og eigum við von áfleiri umsóknum á næstu misserum þannig aðstutt verður í að þeir verða orðnir 70 og verðaþeir örugglega orðnir svo margir á 70 ára afmælisambandsins 2012. Stundum er sagt aðafleiðingar kreppu komi ekki fram fyrr en að 12-18 mánuðum frá því að hún hefst og því verðiþað ekki fyrr en í sumar sem iðkendum munifækka í hreyfingunni. Við vonum að svo verðiekki og er mikilvægt að allir taki saman höndumum það bæta aðgang og auðvelda kylfingumþátttöku í starfinu þrátt fyrir lækkaðan kaupmáttog aukið atvinnuleysi.

Golfsýning/útbreiðslaGSÍ tók þátt í golfsýningu í vor sem sett var uppí Laugardalshöllinni og komu um 7-8 þúsundgestir á sýninguna þar sem kynnt var starfsemisambandsins og klúbbanna. Sérstök áhersla varlögð á barna-og unglingagolf og settar uppsérstakar brautir fyrir þau. Þá kynntu

Síða 8 - Ársskýrsla 2009

Skýrsla stjórnar

Page 9: Ársskýrsla 2009

golfbúðirnar nýjustu tæki og tól fyrir kylfinga aukþess sem ferðaskrifstofur kynntu golfferðir fyrirhinn almenna kylfing.

Sú ákvörðun stjórnar GSÍ að færa sýningar afÍslensku mótaröðinni á RÚV var liður í að geragolfíþróttina sýnilegri og aðgengilegri fyriralmenning og þannig stuðla að auknum áhuga áíþróttinni. Það hefur skilað góðum árangrivarðandi nýja kylfinga og hefur orðið aukning íklúbbnun þvert ofan í spár um annað eins ogkomið hefur fram. Barna-og unglinganámskeiðhafa verið gríðarlega vel sótt í klúbbunum ogæfingaaðstaðaa klúbbanna nýst vel fyrirbyrjendur jafnt sem lengra komna.

Þjálfunarmál og dómaramálMikil gróska hefur verið í fræðslumálum ígolfhreyfingunni og voru 10 nýjir golfkennararútskrifaðir með full réttindi í lok júlí. Markvissthefur verið unnið að uppbyggingugolfkennaranámsins og hafa kennarar komiðvíða að til að kenna nemendum í skólanum.Golfkennaranámið hefur verið tekið út afEvrópska PGA (European Profesional GolfAssosiation) og var formaður menntanefndarEPGA hér á landi við útkskrift nú í sumar. Í ræðusem hann hélt við það tilefni gaf hann út þáyfirlýsingu að námið hér á landi stæðist að fulluþær kröfur sem gerðar væru á vegum EPGA oghann myndi í haust á fundi samtakanna leggja tilað skólinn á Íslandi fengi alþjóðlegaviðurkenningu. Það er gríðarlega mikilviðurkenning fyrir það starf sem unnið hefurverið í uppbyggingu námsins, en skólinn hefurverið rekinn af PGA á Íslandi í samstarfi við GSÍ.Skólastjóri golfkennaraskólans og frumkvöðul erArnar Már Ólafsson sem verið hefurunglingalandsliðsþjálfari GSÍ undanfarin ár. Ísíðustu viku fékk PGA á Íslandi síðan formlegaviðurkenningu EPGA og er nám golfkennara hérá landi nú viðurkennt um alla Evrópu.

Þá hefur mikil gróska verið námskeiðshaldi ávegum GSÍ og rúmlega 150 kylfingar sóttdómaranámskeið hjá sambandinu. Þessiaðsókn kom okkur nokkuð á óvart ennámskeiðin voru bæði hér áhöfuðborgarsvæðinu sem og úti álandsbyggðinni. Þessi fjöldi dómara auðveldarklúbbunum framkvæmd móta og hefur jákvæðáhrif á félagsstarf klúbbanna, þar sem félagarnir

tengjast starfsemi klúbbanna með öðrum hættien áður.

Nýir golfvellirÞrátt fyrir fjárhagskreppu eru áætlanir umbyggingu nýrra golfvalla. Mikil þörf er orðin áhöfuðborgarsvæðinu fyrir nýja velli en ásóknin ágolfvellina á höfuðborgarsvæðinu hefur veriðgríðarleg. Þannig hafa sumir vellir verið bókaðirfrá klukkan sjö að morgni fram til klukkan átta aðkvöldi. Klúbbarnir hafa ásamt GSÍ reynt aðmæta þessari miklu eftirspurn með því að leggjaáherslu á að kylfingar spili hratt og þannig náistbetri nýting á golfvellinum. Leikhraði er alltaf tilumræðu innan hreyfingarinnar og þvínauðsynlegt að leggja ríka áherslu á að haldahonum.

Við höfum verið opinn fyrir nýjumrekstrarformum við rekstur golfvalla og gjarnanlitið til nágrannalanda okkar þar semeinstaklingar og jafnvel fyrirtæki hafa komið aðuppbyggingu og rekstri golfvalla. Ekki er að sjáað þetta hafi gefið góða raun allavega við þærefnahagslegu aðstæður sem nú ríkja í okkarþjóðfélagi. Nægir í því sambandi að nefnaframkvæmdir við Black Sand, Indriðastaði ogMinni Borg. Við megum ekki gleyma því aðkoma upplýsingum til sveitastjórnarmanna ummikilvægi íþróttarinnar og kosti þess að byggjagolfvelli.Við þurfum líka að vera meðvituð um aðryðja úr vegi andstöðu umhverfissamtaka við þvíað land sé tekið undir golfvelli og reyna aðsameina þá við þau sjónarmið okkar að fallegurgolfvöllur sé besta umhverfisvernd sem til er.

Framkvæmdir sem unnið hefur verið að og hafalitið dagsins ljós hafa lánast mjög vel og mánefna stækkun vallarins í Öndverðanesi í 18

Ársskýrsla 2009 - Síða 9

Skýrsla stjórnar

Page 10: Ársskýrsla 2009

holur, nýr 9 holu völlur í Fnjóskadal, stækkunHlíðavallar í Mosfellsbæ og stækkun vallarins íBorgarnesi í 18 holur. Allt er þetta til bóta ígolfvallarflóruna og sú þekking sem til er ílandinu í sambandi við golfvallargerð ogumhirðu er okkur til sóma og fagmönnum tilfyrirmyndar.

Nokkrir af klúbbum okkar eru orðnir ráðsettir íaldri og má nefna 75. ára afmæli GolfklúbbsReykjavíkur á þessu ári. Nokkrir Golfklúbbareiga merkisafmæli á næsta ári. Ber þar hæst aðGolfklúbbur Akureyrar heldur uppá 75 áraafmæli en aðrir klúbbar sem eiga merkisafmælieru Golfklúbbur Sauðárkróks og GolfklúbburSiglufjarðar með 40 ára afmæli, GolfklúbburinnKjölur 30 ára og Golfklúbburinn Oddur 20 ára.

Golf og ferðaþjónstuGolfsambandið stofnaði ásamt aðilum úrferðaþjónustunni samtökin Golf Iceland þar semleitast er við að kynna Ísland sem áfangastaðfyrir erlenda kylfinga. Mikið verk hefur verðunnið í markaðssetningu á Íslandi á þessu áriog fjöldi fyrirspurna um golf á Islandi fylgt íkjölfarið á kynningum samtakanna, hvort sem erá vefnum eða með bæklingaútgáfu. Golf Icelander nú aðili að IAGTO sem eru alþjóðleg samtökgolferðaskrifstofa og í þessari viku gafst okkurtækifæri á að kynna Ísland sérstaklega áráðstefnu samtakanna sem fram fór á Spáni.Fulltrúar IAGTO voru á Íslandi í ágúst og tókuþeir út alla 18 holu velli landsins sem eru aðilarað Golf Iceland með hliðsjón af því hvort þeirværu tilbúnir "export ready" eins og þeir kallaþað og var niðurstaða þeirra að allir vellirnirstæðustu þær kröfur sem erlendir kylfingargerðu. Skýrsla IAGTO fylgir gögnum golfþingsog hvet ég þingfulltrúa til að kynna sér hana.

Menntmálanefnd og Iðnaðarnefnd hefur styrktGolf Iceland auk þess sem Útflutningsráð hefurkomið myndarlega að samtökunum meðfjárhagstuðningi, auk þess sem aðilarsamtakanna, golfklúbbarnir ogferðaþjónustufyrirtækin fjármagna samtökin.Það er von golfsambandsins að golfíþróttin eigií framtíðinni eftir að vera mikilvægur þáttur íferðaþjónustu hér á landi og með því aukaverðamætasköpun landsins og jafnframt stuðlaað frekari uppbyggingu golfmannvirkja álandinu.

Erlent samstarfTil stóð að halda Norðurlandamót allra flokkahér á landi í sumar en því móti var aflýst oghefur verið ákveðið að breyta fyrirkomulagimótsins þannig að næsta sumar verður haldiðNorðurlandamót 16 ára og yngri á Íslandi. Þráttfyrir að þetta mót hafi fallið niður var haldiðEvrópumót karla 70 ára og eldri á Hólmsvelli íLeiru í byrjun ágúst og tókst það mjög vel, þráttfyrir að keppendur hafi fengið allskonarsýnishorn af veðri.

Fulltrúar GSÍ sóttu ráðstefnu R&A í vor þar semkynnt var vinna golfhreyfingarinnar fyrir því aðkoma golfíþróttinni inná Ólympíuleikana. Þaðvar að áeggjan norðurlandanna að alþjóðagolfsamfélagið fór að sækja það að komagolfíþróttinni að á Ólympíuleikum. Sá róður varnokkuð þungur í byrjun og lítil áhugi PGA íBandaríkjunum sem stóð helst í vegi fyrir því aðAlþjóða Ólympíuhreyfingin tæki ákvörðun um aðtaka golfíþróttina inn. Það var síðan fyrir 2 árumsem tókst að sameina alla aðila innanalþjóðagolfheimsins að hjólin fóru að snúast ogniðurstaðan öllum kunn, því í Kaupmannahöfn áhaustfundi Ólympíunefndarinnar var samþykktað golf yrði keppnisgrein á Ólympíuleikum frá ogmeð árinu 2016.

StarfsmannamálÁ skrifstofunni starfa þeir Hörður Þorsteinssonframkvæmdastjóri, Arnar Geirsson, skrifstofu-stjóri og Stefán Garðarsson kynningar ogmarkaðsstjóri. Þar fyrir utan ganga þeir til allraverka í sambandi við allt mótahaldið semsambandið stendur fyrir. Óhætt er að segja aðekki sé hægt að komast af með minna starfsliðog oft er mikið álag ,ekki síst þegar aðmótaraðirnar eru í gangi. Margir fleiri koma að

Síða 10 - Ársskýrsla 2009

Skýrsla stjórnar

Page 11: Ársskýrsla 2009

Ársskýrsla 2009 - Síða 11

sjálfu mótahaldinu og í samræmi við umræður ásíðasta golfþingi er lögð áhersla á aðgolfklúbbarnir eru framkvæmdaðilar mótannaen fulltrúar GSÍ eru einungis til að gætasamræmingar um framkvæmd mótanna hverjusinni. Þá er ótaldir þeir dómarar,vallarstarfsmenn og sjálfboðaliðar sem koma aðframkvæmd mótanna, svo allt megi gangasnurðulaust fyrir sig.

Ákveðið var að ráða ekki nýja þjálfara í staðþeirra Staffans og Arnars Márs heldur þunginnaf starfsemi landsliða settur á liðstjóralandsliðsins Ragnar Ólafsson, en hann hefurhaft til aðstoðar Karl Ómar Karlsson golfkennaraog Derick Moore golfkennara. Þá hefur GautiGrétarsson sjúkraþjálfari verið okkur innanhandar með líkamsþjálfun kylfinga og SteinunnEggertsdóttir verið liðstjóri kvennalandsliða.

LokaorðVið höfum öll fylgst með framgöngu Birgis LeifsHafþórssonar í sumar og sáum fram á að hannmyndi fara á 2. stigið á úrtökumótið fyrirEvrópsku mótaröðina. Nú hefur komið í ljóst aðhann þjáist af brjósklosi sem skapar óvissu umhans framtíð. Hann er hins vegar bjartsýnn ogtelur að með hvíld og réttum æfingum nái hannbata. Við óskum honum alls hins besta ogvonumst til að þessi fulltrúi okkar á Evrópskumótaröðinni eigi eftir að verða sjálfum sér ogokkur til sóma.

Nokkrir af okkar bestu kylfingum reyndu fyrir sérá úrtökumótunum en höfðu ekki erindi semerfiði. Vonandi tekst þeim betur upp næst eneins og við vitum er þetta miklar þolraunir semþeir ganga í gegnum og stutt á milli feigs ogófeigs. Nokkrir kylfingar munu ef að líkum læturreyna fyrir sér á Evrópska öldungatúrnum ánæsta ári og verður spennandi að sjá hvernigþeim gengur. Kylfingarnir okkar sem eru við námvestanhafs hefur gengið prýðilega áháskólamótunum það sem af er vetrar og eruþað góðar fréttir.

Margir af okkar kylfingum hafa sýnt góðanárangur í sumar sem leið og oft sáust mjög góðskor. Ég held að við séum á réttri leið og sífelltbetri kylfingar líti dagsins ljós. Mikið af okkarunga fólki komst á verðlaunapall í sumar og þaðfer ekki framhjá neinum sem fylgist með þessari

íþrótt að kynslóðaskipti eru hafin í golfinu.Heilmikil nýliðun á sér stað og reyndar næráhugasviðið til allra aldursflokka. Og þaðskemmtilega við það er að þetta er engin bólaheldur komið til að vera. Golf er lífstíll.

En er á brattann að sækja fyrir íþrótta-hreyfinguna. Efnahagsumhverfið er en mjögerfitt og ekki verður auðvelt að finna fjármagn tilað byggja nýja golfvelli eða efla þá starfsemisem er í gangi. Mikilvægt er að við öll höldum álofti þeim jákvæðu áhrifum sem golfíþrótttinhefur á samfélagið. Þannig má benda árannsókn sem birt var á þessu ári sem gerð varí Svíþjóð þar sem fram kom að þeir sem stundagolfíþróttina fram á elliár, lifa að meðaltali 5árum lengur en samanburðahópur. Í norskriskýrslu sem gerð var um áhrif golfvalla áumhverfið að jaðarsvæði golfvalla væruákjósanlegir staðir fyrir fugla og annað dýralíf ogþví væri hægt að segja að bygging golfvallaværi góð náttúruvernd. Þetta vitum við semstundum golfíþróttina en við þurfum að veradugleg að breiða út þessar staðreyndir ogþannig ná eyrum ráðamanna. Góður golfvöllurer góð fjárfesting og arður af slíkri fjárfestingu ermargföld fyrir samfélagið, sparar útgjöld íheilbrigðiskerfinu, kennir góða hegðun ogvirðingu fyrir náttúrunni.

Við erum á réttri leið. Við eigum mikil verðmæti.Gott og heilbrigt fólk, góða golfvelli í fallegulandi. Við eigum verðmætt tölvukerfi sem heldurutan um ótal hluti. Við eigum gott blað sem öllíþróttasambönd öfunda okkur af og eruómetanlegar heimildir til framtíðar og síðast enekki síst erum við svo lánsöm að hafa kynnstíþrótt sem er einstök á sinn hátt. Við eigum gottfólk sem vinnur ötullega óeigingjarnt starf ígolfklúbbum þessa lands og þó að það blási ámóti um stundarsakir í efnahagsmálum, þáhöldum við ótrauð áfram. Okkar tími kemuraftur.

Að lokum vil ég þakka kylfingum, forsvars-mönnum golfklúbba og starfsmönnum þeirrafyrir samstarfið í sumar og þingfulltrúum fyrirkomuna á þingið og bind ég miklar vonir um aðákvarðanir og samþykktir þessa þings verðigolfíþróttinni til heilla og framdráttar.

Skýrsla stjórnar

Page 12: Ársskýrsla 2009
Page 13: Ársskýrsla 2009

Ársreikningur fyrirstarfsárið 2009

Golfsamband ÍslandsÍþróttamiðstöðinni í Laugardal

Reykjavík

Page 14: Ársskýrsla 2009

Síða 14 - Ársskýrsla 2009

Page 15: Ársskýrsla 2009

Ársskýrsla 2009 - Síða 15

Page 16: Ársskýrsla 2009

Síða 16 - Ársskýrsla 2009

Árið Áætlun ÁriðSkýr. 2009 2009 2008

Rekstrartekjur

Útgáfu- og fræðslustarfsemi.............. 1 26.540.809 32.845.120 41.003.606 Samstarfsaðilar................................. 4.750.900 8.870.000 26.960.000 Styrkir og framlög.............................. 2 18.507.994 19.000.000 18.894.665 Aðrar tekjur....................................... 0 400.000 1.050.000 Árgjöld félaga.................................... 48.198.500 41.667.570 47.083.400

Rekstrartekjur 97.998.203 102.782.690 134.991.671

Rekstrargjöld

Útgáfusvið......................................... 3 25.795.065 29.184.000 33.428.766 Afrekssvið......................................... 4 27.232.393 30.800.000 46.059.234 Mótasvið............................................ 5 10.385.341 7.625.000 10.308.629 Fræðslu-og alþjóðasvið..................... 6 3.901.438 5.250.000 6.103.087 Þjónustusvið...................................... 7 10.891.398 8.000.000 12.338.501 Stjórnunarsvið................................... 8 22.041.735 21.500.000 25.318.413

Rekstrargjöld 100.247.370 102.359.000 133.556.630

Rekstrarhalli (2.249.167) 423.690 1.435.041

Vextir

Vaxtagjöld......................................... (333.517) (296.833)Vaxtatekjur........................................ 1.203.320 500.000 1.051.030

Vextir 869.803 500.000 754.197

Gjöld umfram tekjur (1.379.364) 923.690 2.189.238

Aðrar tekjur og gjöld

Grasvallarsjóður................................ 1.538.381 1.500.000 1.345.200 Árgjald í STERF................................ (1.282.096) (1.200.000) (2.374.278)

Aðrar tekjur og gjöld 256.285 300.000 (1.029.078)

Heildarafkoma (1.123.079) 1.223.690 1.160.160

Rekstrarreikningur 1. október 2008 - 30. september 2009

Page 17: Ársskýrsla 2009

Ársskýrsla 2009 - Síða 17

Skýr. 30.09.2009 30.09.2008Eignir:

Veltufjármunir

Skammtímakröfur.............................. 9 13.340.795 12.298.447 Fyrirfram greitt vegna HM.................. 0 3.090.235 Handbært fé...................................... 5.386.082 10.948.330

Veltufjármunir 18.726.877 26.337.012

Eignir alls 18.726.877 26.337.012

Skuldir og eigið fé:

Eigið fé

Óráðstafað eigið fé........................... 10 13.374.779 14.754.143 Eigið fé grasvallarsjóðs..................... 10 (497.622) (753.907)

Eigið fé 12.877.157 14.000.236

Skammtímaskuldir

Viðskiptaskuldir................................. 11 3.659.143 9.072.503 Ýmsar skuldir.................................... 12 2.190.577 3.264.273

Skammtímaskuldir 5.849.720 12.336.776

Skuldir og eigið fé alls 18.726.877 26.337.012

Efnahagsreikningur 30. september 2009

Page 18: Ársskýrsla 2009

Síða 18 - Ársskýrsla 2009

Árið Áætlun Árið2009 2009 2008

1. Útgáfu-og fræðslustarfsemi

Golf á Íslandi........................................... 23.778.809 27.354.120 35.647.710 Handbók kylfingsins................................ 1.592.000 3.591.000 4.105.896 golf.is...................................................... 1.170.000 1.900.000 1.250.000

Útgáfustarfsemi 26.540.809 32.845.120 41.003.606

2. Styrkir og framlög

ÍSÍ, lottó.................................................. 8.036.736 7.000.000 7.561.343 Útbreiðslustyrkur ÍSÍ............................... 1.996.258 2.000.000 2.032.311 Afreksmannasjóður ÍSÍ........................... 2.300.000 4.000.000 3.460.000 Opinberir styrkir...................................... 4.105.000 4.000.000 4.100.000 R&A vegna unglingamála....................... 2.070.000 2.000.000 1.741.011

Styrkir og framlög 18.507.994 19.000.000 18.894.665

3. Útgáfusvið

Golf á Íslandi........................................... 22.838.986 25.224.000 28.457.954 Handbók kylfingsins................................ 1.379.015 3.960.000 4.532.165 Golf.is..................................................... 1.577.064 480.000 438.647

Útgáfusvið 25.795.065 29.184.000 33.428.766

4. Afrekssvið

Stjórnunarkostnaður............................... 7.813.816 9.200.000 14.119.875 Æfingabúðir............................................ 931.514 2.000.000 8.060.279 Keppnisferðir.......................................... 12.263.979 13.000.000 16.663.513 Annað kostnaður.................................... 6.223.084 6.600.000 7.215.567

Afrekssvið 27.232.393 30.800.000 46.059.234

5. Mótasvið

Mótahald................................................. 1.125.000 1.125.000 3.255.069 Sjónvarpsúts, verðlaun o.fl..................... 9.260.341 6.500.000 7.053.560

Mótasvið 10.385.341 7.625.000 10.308.629

6. Fræðslu-og alþjóðasvið

Útgáfa golfreglna.................................... (588.349) 400.000 1.719.320 Alþjóðakostnaður.................................... 3.659.717 3.450.000 3.495.015 Annar kostnaður..................................... 830.070 1.400.000 888.752

Fræðslu-og alþjóðasvið 3.901.438 5.250.000 6.103.087

Sundurliðanir

Page 19: Ársskýrsla 2009

Ársskýrsla 2009 - Síða 19

Árið Áætlun Árið2009 2009 2008

7. Þjónustusvið

Tölvukerfi................................................ 7.246.918 5.000.000 7.411.883 Framlög til samtaka ofl............................ 3.644.480 3.000.000 4.926.618

Þjónustusvið 10.891.398 8.000.000 12.338.501

8. Stjórnunarsvið

Laun og launatengd gjöld....................... 15.767.768 16.000.000 16.510.628 Skrifstofukostnaður................................. 3.797.401 3.800.000 5.094.945 Fundir og ráðstefnur............................... 1.395.002 1.100.000 1.423.972 Markaðskostnaður.................................. 581.564 600.000 1.288.868 Niðurfærsla viðskiptakrafna.................... 500.000 1.000.000

Stjórnunarsvið 22.041.735 21.500.000 25.318.413

9. Viðskiptakröfur

Félagsgjöld............................................. 5.388.905 3.025.755 Auglýsingar............................................. 6.112.996 7.885.576 ÍSÍ viðskiptareikningur............................. 3.283.229 3.887.116 Niðurfærsla viðsk.krafna......................... (1.444.335) (2.500.000)

Viðsk.kröfur 13.340.795 12.298.447

10. Óráðstafað eigið fé

Staða 1. janúar....................................... 14.754.143 12.564.905 Rekstrarafgangur ársins......................... (1.379.364) 2.189.238

Óráðstafað eigið fé 13.374.779 14.754.143

Grasvallarsjóður frá fyrra ári................... (753.907) 275.171 Óráðstafað umfram framl. ársins............ 256.285 (1.029.078)

Eigið fé grasvallarsjóðs (497.622) (753.907)

11. Viðskiptaskuldir

Visa......................................................... 1.112.592 4.159.264 Aðrir lánardrottnar................................... 2.546.551 4.913.239

Viðskiptaskuldir 3.659.143 9.072.503

12. Ýmsar skuldir

Virðisaukaskattur.................................... 1.365.456 1.562.520 Laun og tengd gjöld................................ 825.121 1.701.753

Ýmsar skuldir 2.190.577 3.264.273

Sundurliðanir

Page 20: Ársskýrsla 2009
Page 21: Ársskýrsla 2009

Golfsamband ÍslandsÍþróttamiðstöðinni í Laugardal

Reykjavík

Rekstraráætlun fyrirstarfsárið 2010

Page 22: Ársskýrsla 2009

Síða 22 - Ársskýrsla 2009

Rekstraráætlun 2010

Áætlun Árið ÁriðSkýr. 2010 2009 2008

Rekstrartekjur

Útgáfu- og fræðslustarfsemi.............. 1 25.650.000 26.540.809 41.003.606 Samstarfsaðilar................................. 13.900.000 4.750.900 26.960.000 Styrkir og framlög.............................. 2 18.200.000 18.507.994 18.894.665 Aðrar tekjur....................................... 0 0 1.050.000 Árgjöld félaga.................................... 50.766.000 48.198.500 47.083.400

Rekstrartekjur 108.516.000 97.998.203 134.991.671

Rekstrargjöld

Útgáfusvið......................................... 3 25.268.000 25.795.065 33.428.766 Afrekssvið......................................... 4 28.000.000 27.232.393 46.059.234 Mótasvið............................................ 5 13.750.000 10.385.341 10.308.629 Fræðslu-og alþjóðasvið..................... 6 5.950.000 3.901.438 6.103.087 Þjónustusvið...................................... 7 12.000.000 10.891.398 12.338.501 Stjórnunarsvið................................... 8 22.440.000 22.041.735 25.318.413

Rekstrargjöld 107.408.000 100.247.370 133.556.630

Rekstrarafgangur 1.108.000 (2.249.167) 1.435.041

Vextir

Vaxtagjöld......................................... 0 (333.517) (296.833)Vaxtatekjur........................................ 300.000 1.203.320 1.051.030

300.000 869.803 754.197

Tekjuafgangur 1.408.000 (1.379.364) 2.189.238

Page 23: Ársskýrsla 2009

Ársskýrsla 2009 - Síða 23

Áætlun Árið Árið2010 2009 2008

1. Útgáfu-og fræðslustarfsemi

Golf á Íslandi........................................... 21.838.000 23.778.809 35.647.710 Handbók kylfingsins................................ 2.232.000 1.592.000 4.105.896 golf.is...................................................... 1.580.000 1.170.000 1.250.000

Útgáfustarfsemi 25.650.000 26.540.809 41.003.606

2. Styrkir og framlög

ÍSÍ, lottó.................................................. 8.000.000 8.036.736 7.561.343 Útbreiðslustyrkur ÍSÍ............................... 2.000.000 1.996.258 2.032.311 Afreksmannasjóður ÍSÍ........................... 2.000.000 2.300.000 3.460.000 Opinberir styrkir...................................... 4.000.000 4.105.000 4.100.000 R&A vegna unglingamála....................... 2.200.000 2.070.000 1.741.011

Styrkir og framlög 18.200.000 18.507.994 18.894.665

3. Útgáfusvið

Golf á Íslandi........................................... 21.558.000 22.838.986 28.457.954 Handbók kylfingsins................................ 2.054.000 1.379.015 4.532.165 Golf.is..................................................... 1.656.000 1.577.064 438.647

Fræðslusvið 25.268.000 25.795.065 33.428.766

4. Afrekssvið

Stjórnunarkostnaður............................... 5.000.000 7.813.816 14.119.875 Æfingabúðir............................................ 2.000.000 931.514 8.060.279 Keppnisferðir.......................................... 15.000.000 12.263.979 16.663.513 Annað kostnaður.................................... 6.000.000 6.223.084 7.215.567

Afrekssvið 28.000.000 27.232.393 46.059.234

5. Mótasvið

Greiðslur til klúbba.................................. 2.250.000 1.125.000 3.255.069 Annar mótakostnaður............................. 11.500.000 9.260.341 7.053.560

Mótasvið 13.750.000 10.385.341 10.308.629

Sundurliðanir

Page 24: Ársskýrsla 2009
Page 25: Ársskýrsla 2009

Ársskýrsla 2009 - Síða 25

Áætlun Árið Árið2010 2009 2008

6. Fræðslu- og alþjóðasvið

Útgáfukostnaður..................................... 1.200.000 (588.349) 1.719.320 Alþjóðakostnaður.................................... 3.750.000 3.659.717 3.495.015 Annar kostnaður..................................... 1.000.000 830.070 888.752

Fræðslu-og alþjóðasvið 5.950.000 3.901.438 6.103.087

7. Þjónustusvið

Tölvukerfi................................................ 8.000.000 7.246.918 7.411.883 Framlög til samtaka ofl............................ 4.000.000 3.644.480 4.926.618

Þjónustusvið 12.000.000 10.891.398 12.338.501

8. Stjórnunarsvið

Laun og launatengd gjöld....................... 16.550.000 15.767.768 16.510.628 Skrifstofukostnaður................................. 3.590.000 3.797.401 5.094.945 Fundir og ráðstefnur............................... 1.500.000 1.395.002 1.423.972 Markaðskostnaður.................................. 800.000 581.564 1.288.868 Niðurfærsla viðskiptakrafna.................... 0 500.000 1.000.000

Stjórnunarsvið 22.440.000 22.041.735 25.318.413

Sundurliðanir

Page 26: Ársskýrsla 2009

PGA á Íslandi er aðili af PGAs of Europe semhefur það meginmarkmið að samhæfa ogtryggja hágæða kennslu í golfi ásamt því aðstuðla að almennri framþróun golfíþróttarinnar.Innan aðildafélaganna eru um það bil 15.000golfkennarar og eru nú 60 félagsmenn í PGA áÍslandi.

Síðasti aðalfundurÁ aðalfundi sem haldinn var í lok janúar 2009urðu formannaskipti í félaginu. Arnar MárÓlafsson lét þá af formennsku eftir tveggja árastarf þar sem hann flutti til Þýskalands, hélthann áfram stjórnarsetu. Við formennskunni tókSigurpáll Geir Sveinsson en aðrirstjórnarmeðlimir voru kosnir Derrick Moore,Ragnhildur Sigurðardóttir og Ingi RúnarGíslason.

Stjórn PGA á ÍslandiSigurpáll Geir Sveinsson, FormaðurArnar Már Ólafsson, SkólastjóriRagnhildur Sigurðardóttir, RitariDerrick Moore, GjaldkeriIngi Rúnar Gíslason, Mótanefnd

Á aðalfundinum var gengið frá ráðninguframkvæmdastjóra en hann er Agnar MárJónsson, hlutverk framkvæmdastjóra er að;framfylgja ákvörðunum stjórnar, daglegurrekstur, fjáröflun í samstarfi við atvinnulífið ogaðstoð við daglegan rekstur Golfkennara-skólans.

Hlutverk PGA á ÍslandiHlutverk PGA í uppbyggingu golfíþróttarinnar áÍslandi er ávallt að verða mikilvægara. Annarsvegar þarf vel menntaða og hæfa einstaklinga tilað þjálfa upp þann mikla fjölda áhugamannasem nú stunda íþróttina og fjölgar ár frá ári. Góðkennla fagaðila leiðir það af sér að ánægjaáhugamannana verður meiri, líkurnar á því aðviðkomandi haldi iðkun áfram aukast og líkurnará meiðslum og verkjum minnka sem eraðalástæðan fyrir því að aðilar hætti að spilagolf. Hins vegar þurfum við að viðhaldaþjálfaraneti sem byggir upp afrekskylfingaframtíðarinnar. Forsendan fyrir því að vel takisttil við afreksstarfið er að við höfum hæfa þjálfaratil taks. Til að tryggja það að útlærðir PGAkennarar viðhaldi og auki við þekkingu sínastendur PGA fyrir viðamiklu

endurmenntunarprógrammi. Stuðningur PGAvið atvinnuspilarana hefur því ekki verið mikill enþað er ljóst að það hlutverk mun aukast þegarafrekstarfið skilar sér með þeim hætti að fleirieinstaklingar taki þátt í atvinnumótunum.

Staðan í dagLangstærsta verkefni PGA á Íslandi er reksturGolfkennaraskólans. 20 nememendur voruskráðir í skólann á árinu 2008 og þar afútskrifuðust 9. Skólinn tekur 3 ár og skiptist íverklegt og bóklegt nám og eru það fjórirmeginþættir sem prófað er úr. Í fyrsta lagi ersettur upp golfkennaraskóli sem fólst í ár í því aðfara með um 40 manna hóp til Costa Ballenaþann 13. maí til 21. maí. Útskriftanemarnirkenna þessum aðilum undir eftirliti kennaraGolfkennaraskólans. Skólinn í heild sinni ermetinn sem og þáttur hvers og einsgolfkennaranema. Í öðru lagi taka nemendurnirskriflegt próf sem fjallar um tækni og kennslu. Íþriðja lagi vinna nemendur að lokaritgerð og ífjórða og síðasta lagi taka nemendur próf íeinkakennslu.

Þar sem framþróun golfíþróttarinnar er mikil þáer þáttur endurmenntunar mikilvægur. PGA áÍslandi sendi þá Derrick Moore og MagnúsBirgisson á endurmenntunarnámskeið ePGA.Það lýsir því hve gott samstar PGA á Íslandi er

Síða 26 - Ársskýrsla 2009

Skýrsla PGA

Page 27: Ársskýrsla 2009

við ePGA að einungis 8 aðilum í Evrópu varboðið að taka þátt í þessu endurmenntunar-námskeiði. Þá hefur PGA á Íslandi sett upp röðhádegisfyrirlestra þar sem farið er yfir það helstasem er í gangi varðandi framþróun íþróttarinnará hverju sinni og fáum við til þess bæði erlendaog innlenda fyrirlesara.

Meistaramót PGA var haldið á Hlíðavelli 26.ágúst og seinni hringurinn var spilaður áKeilisvelli 27. ágúst. Mótið var mjög spennandiframan af og voru þeir Sigurpáll Geir Sveinsson,Magnús Lárusson og Nökkvi Gunnarsson íeldlínunni. Leikar enduðu þannig að SigupállGeir Sveinsson var PGA meistari 2009 en hannspilaði samtals á sex höggum undir pari. Í öðrusæti var Nökkvi á fimm höggum undir pari ogþriðja sætið hreppti Magnús á tveim höggumundir pari. Það er markmið PGA að eflameistaramótið á komandi árum en til þess þarfatvinnulífið að koma að með öflugum hætti eneins og nú viðrar á þeim vígstöðvum er ljóst aðPGA meistaramótið verður eflt í áföngum.

PGA stóð fyrir Pro-Am móti í samstarfi við GSÍog GKG. Var mótið haldið föstudaginn 21. ágústí Leirdalnum og í tengslum við íslenskumótaröðina. Mótið tókst í alla staði vel og varþátttaka það góð að við vorum á tæpasta vaðimeð að manna hollin með PGA meðlimum. Við

mældum í lokin ánægju gesta okkar og fendumvið 4,8 af 5,0 mögulegum í heildarupplifunþátttakenda.

Eitt af þeim lokaverkefnum sem útskriftar-nemarnir unnu að var að mæla vitund íslenskrastjórnenda á PGA samtökunum samhliða því aðkanna viðhorf þeirra gagnvart hreyfingustarfsmanna. Um 87% íslenskra stjórnendatöldu að hreyfing væri framleiðni aukandi fyrirstarfsfólkið. Þetta þýðir það að það er mikiðtækifæri fyrir PGA að vera stuðningsaðilifyrirtækja með golfíþróttina sem aðalhvata. Tilþess að svo megi vera þarf að auka vitund PGAmeðal íslenskra stjórnenda en einungis 45% ogaf þeim 45% eru 75% meðvitaðir um aðsamtökin séu starfandi á Íslandi.

Golfkennaraskóli viðurkendur af EPGAGolfkennaraskólinn hefur verið íviðurkenningarferli hjá EPGA síðan skólinn varsettur fyrir þremur og hálfu ári. Viðurkenninginfelur það í sér að þeir nemendur sem lokið hafanámi og þeir sem munu ljúka námi, hafaevrópuréttindi til golfkennslu. Þetta er stórt skrefog mikil viðukenning fyrir skólann. Þettastaðfestir það að skólinn hefur tilætluð gæði ogstöðugleiki er tryggður. Skólinn hefur útskrifað20 nemendur á síðustu þremur árum. Þessireinstaklingar eru að vinna að uppbygginguíþróttarinnar, kenna einstaklingum, þjálfa hópaog lið, vinna að rannsóknum og þróunarvinnuauk þess að sinna störfum í golfklúbbumlandsins og fyrir golfsambandið. Ísland er 19landið sem hlýtur þessa staðfestingu.

Samstarf við GSÍSamstarf við GSÍ hefur verið með miklumágætum og er það mikilvægt eins og sést áþeirri vinnu sem nú er á fullu um framtíðarstefnuafreksmála. Þar vega sjónarmið PGA félagaþungt, enda eru okkar félagar það afl sem hefursérþekkingu á þessu sviði og rúmast vel innanokkar meginmarkmiða sem eru að stuðla aðframþróun golfíþróttarinnar á Íslandi.

Mynd: Útskriftarhópurinn 2009 f.v. Einar LyngHjaltason, Karl Haraldsson, Einar Gunnarsson,Sturla Höskuldsson, Ólafur Gylfason, AndreaÁsgrímsdóttir, Jón Þorsteinn Hjartarson, JóhannHjaltason og Björgvin Sigurbergsson.

Ársskýrsla 2009 - Síða 27

Skýrsla PGA

Page 28: Ársskýrsla 2009

Síða 28 - Ársskýrsla 2009

Þessa árs verður helst minnst fyrir erfiðleika íefnahagsmáum og hruns fjármálafyrirtækja.Ástand þjóðfélgsins og sú keðjuverkun semhrunið framkallaði endurspeglast mikið í afkomusamstarfsaðila og bakhjarla flestraíþróttasambanda og félaga í landinu. Allir hafaþurft að endurmeta sitt starf og það umhverfisem íþróttahreifingin þarf að vinna eftir í dag.Golfsambandið og klúbbar landsins hafa ekkifarið varhluta af þessu ástandi ogniðurskurðahnífurinn komið víða niður.Afrekssviðið hjá golfsambandinu hefur veriðminnkað gríðarlega enda eflaust auðveldast aðklípa af því sem fer undir þann þátt. StaffanJohanson lét af störfum um áramótin semlandsliðsþjálfari, en hann ákvað að taka tilboðium að taka við þjálfun finnska landsliðsins ogsamþykkti stjórn GSÍ að leysa hann undansamningi hér, en hann átti ár eftir af þeimsamningi.. Mikil eftirsjá er í þessum frábæraþjálfara sem er gull af manni og vildi íslenskugolfi allt hið besta. Arnar Már Ólafsson tók viðstarfinu en þurfti af óviðráðanlegum ástæðumað hætta í mars á þessu ári. Já tveir góðirgolfkennarar sem við missum frá okkur meðmjög svo stuttu millibili, það var mikil blóðtakafyrir golfhreyfinguna á Íslandi. En þessir ágætufélagar okkar hafa ekki setið auðum höndum áundanförnum árum og ber að þakka þeim t.d.fyrir að hafa menntað nýja golfkennara hér álandi og eru nú fagmenn í flestum stærriklúbbum landsins sem sjá um þjálfun ogkeppnisskipulag okkar afrekskylfinga.Það var því verulega breytt landslag sem ég tókvið sem landsliðseinvaldur nú í byrjun árs ef égmiða við þá stöðu sem var á afreksmálum íbyrjun starfa minna fyrir golfsambandið hér áárum áður.

Innanhúsæfingar, vetrarstarfArnar Már Ólafsson skipulagði starfið í upphafivetrar og valdi til þess 47 einstaklinga í fimmhópum. Barnahópur, framtíðarhópur, landslið-hópur unglinga, 19-21 árs hópur og síðannokkrir afrekskylfingar sem hafa verið hluti TeamIceland hópnum. Með þessu fengu allir þessireinstaklingar leiðsögn frá GSÍ með Arnar Már,Karl Ómar Karlsson, Derrick Moore sem sáu umgolfþjálfun, Gauta Grétarsson með púlið ogsíðan Ragnar Ólfsson og Steinunn Eggertsdóttirí verklegum þáttum sem liðstjórar. Klúbbar erualltaf að auka vetraræfingar og sem fyrr þeirra

tímar farnir að rekast á við GSÍ tíma eða öfugt.Fleirri klúbbar sinna mikilvægum vetraræfingumog líta á undirbúning og æfingar kylfinga semheilsárs íþrótta þó golf sé ekki leikið sem slíkthér á landi. Reiðhöllin er sem fyrr að mínu mati"musterri" í vetrarstarfi GSÍ fyrir afrekshópana,þar er góð aðstaða og stutta spilið æft meðnánast öllum möguleikum höggum sem uppkoma í golfleik. Æfingar með keppnisformi varþema vetrarins og "test" með útkomu ístigafjölda út úr svokallaðri 5% skotmarki, gertnokkrum sinnum yfir veturinn. Þannig fengustmælanlegar framfarir við æfingar ogvetrarstarfið verður skemmtilegra. Nokkraræfingar voru gerðar með skilning á boltaflugiásamt öðrum tækniæfingum. Æfingar vorueinnig í kjallara Laugardalshallarinnar þar semmegin áhersla var lögð á pútt, stutt vipp ogjafnvægisæfingar með t.d. stórum boltum ásamtlíkamlegum æfingum. Hraunkot og Básar vorueinnig vettvangar í sérstökum æfingum ívetrarstarfi GSÍ. Fundur var haldinn með"Silfurdrengjunum" í handbolta þeim SverreJakobsson og Sigfúsi Sigurðssyni. Voru þeirspurðir spjörununum úr og kom margt fróðlegtfram í þeirra erindi um undirbúning oghugarástand á meðan á Ólympíuleikunum stóð.Engar æfingaferðir á vegum GSÍ voru farnar áþessu ári í ljósi aðstæðna.

Líkamleg uppbyggingGauti Grétarsson sér sem fyrr um mælingar álíkamlegri getu afrekskylfinga. Fóru Gauti ogArnar Már á námskeið til Bandaríkjanna íoktóber á síðasta ári á svokallað TPI eða"Titleist Performans Institute" þar sem safnaðhefur verið saman öllum helstu æfingum í eittkerfi sem unnar eru sérstaklega fyrir kylfinga. Enþarna kom góð staðfesting á því að Gauti hefurverið á réttri braut í þessum málum meðafreksfólkið okkar. Áhersla var lögð á þessaræfingar með yngri leikmenn og æfingarreglulega yfir veturinn þar sem Gauti stýrðiæfingum þar sem nýttar voru allar nýjustuáherslur í sér æfingum fyrir kylfinga. Líkamlegtástand afrekshópana er mikilvægt og út frá þvívoru skipulagðar ákveðnar æfingar fyrir þá semþurftu að bæta sig. Flestir eru meðvitaðir umhvað gott líkamlegt form skilar sér í góðumárangri á vellinum. Er það þó álit okkar aðlíkamlega geta á að vera fyrir hendi þegarunglingar koma frá klúbbunum og hefur GSÍ lagt

Landsliðsverkefni 2009

Page 29: Ársskýrsla 2009

áherslu á þann þátt í samstarfi við þjálfaraklúbbanna og við þannig lagt frekari áherslur ágolflegri þætti hjá okkur. Margir klúbbar hafaþetta á stefnuskrá sinni og láta sitt fólk ímargskonar líkamlegar æfingar jafnhliðagolfæfingum.

Mótaröð unglingaMikil gróskar er í barna og unglingastarfiklúbbana og ekkert lát á þeirri gríðarleguuppbyggingu sem lögð hefur verið í afreksstarfþeirra og hefur verið stigvaxandi síðustu árin.Þessi grunnvinna skilar sér í góðum árangriokkar bestu unglinga. Mikil og jöfn keppni var áöllum mótum í sumar og á það við alla flokka,allstaðar var sama skemmtilega keppnin. Margirgóðir sigrar sáust á mótaröðinni en þó er rétt aðnefna frábæran árangur í telpnanaflokki 14-15ára, en þar sigraði Guðrún Brá Björgvinsdóttir íöllum mótum sumarsins og í stelpnaflokki 13-14ára sigraði Guðrún Pétursdóttir GR í fimm af sexmótum. Þá varð Ólafía Þórunn Kristinsdóttirstigameistari í flokki 17-18 ára. Stigameistarar Ípiltaflokki 17-18 ára var Guðmundur ÁgústKristjánsson GR. Í flokki 15-16 ára MagnúsBjörn Sigurðsson GR og í flokki 13-14 áraRagnar Már Garðarsson GKG. Á þeim mótumsem ég sá var umgjörð klúbbanna til fyrirmyndarog keppikefli þeirra að framkvæmd oguppsetning valla væri með besta móti.

Íslenska mótaröðinUppsetning á völlunum í sumar var með bestamóti en þó best í lok sumars á Íslandsmótinu íhöggleik á Grafarholtsvelli þar sem umgjörðinvar frábær og mjög hvetjandi fyrir okkar bestukylfinga.. Slík umgjörð skapar möguleika ágóðum tilþrifum og verður spennan sem var álokadegi mótsins seint toppuð og var spennan íbáðu flokkum fram á síðustu holu og gott betur.Íslandsmeistararnir, Ólafur Björn Loftsson NKog Valdís Þóra Jónsdóttir GL léku frábært golf íæsispennandi keppni og stóðu uppi semsigurvegarar í frábæru móti. Stigameistarar voruAlfreð Brynjar Kristinnson GKG og SignýArnórsdóttir GK. Alfreð með jöfnu golfi alltsumarið þó svo að hann næði ekki að sigra ástigamóti þá skilaði jöfn spilamennska honumstigameistara titlinum í sumar. Signý var meðfrábært ár og sigraði á þremur mótum þar afÍslandsmeistaratitli í holukeppni. Íslandsmeistarií holukeppni var Kristján Þór Einarsson GKj.

Ekki tel ég ástæðu til að telja upp frekari úrsliteða árangur móta hérlendis en vísa í Golf áÍslandi á golf.is, en þar er þessum mótum gerðgóð skil.

Erlend þátttakaÞrátt fyrir dökkt útlit í efnahagsmálum síðastasumar ákvað stjórn GSÍ að senda bæði kvennaog karlalið á heimsmeistaramót áhugamanna íÁstralíu, sem fram fór í byrjun október en þettamót hefur oft verið nefnt hinir óopinberruÓlympíuleikar golfsins. Að mínu mati er þaðæðsta markmið hvers kylfings að taka þátt íþessu móti og veit ég að flestir kylfingar er samasinnis og ég, sem á mótið hafa komið. Í ár voru65 þjóðir í karlaflokki og 48 í kvennaflokki.Fyrirkomulag mótisins er með þeim hætti aðleikin er höggleikur þar sem þrír kylfingar leika íhverju liði og telja 2 bestu skor dagsins. Leiknireru fjórir hringir.Kvennamótið heitir Espirito Santo Trophy en þaðmót var leikið á The Grange vellinum en þar erutveir 18 holu vellir einfaldlega kallaðir vestur ogaustur. Kvennaliðið hjá okkur var skipað HelenuÁrnadóttir GR, Tinnu Jóhannsdóttir GK og EyglóMyrru Óskarsdóttir GO. Árangur var viðunandimiðað við uppsetningu vallanna en við enduðumí 41. sæti á +57 af 48 þjóðum. Við höfðum settstefnuna á 35. sæti ef allt hefði gengið upp hjáokkur. Með einungis þrjá hringi undir áttatíu fyrirliðið segir meira en nokkuð um erfiðleikagráðuvallana. En stúlkurnar voru að sýna gott golf inná milli, þó svo að einbeitingu hafi vantað í lokin.Karlamótið heitir Eisenhower Trophy og varhaldið á tveimur völlum eða The Royal Adeilaideog The Grange. Karlaliði var þannig skipað,Kristján Þór Einarson GKj, Ólafur Björn LoftssonNK og Sigmundur Másson GKG.Lokaniðurstaðan þeirra var árangur sem viðsættum okkur við eða 27. sætið, en með smámeiri stöðuleika síðasta daginn þar sem viðtöpuðum sennilega um 7 höggum á síðustufimm holunum hefði liðið getað náð lengra ogþví var skiljanlegt að niðurstaðan var okkurnokkur vonbrigði.. En topp tuttugu var í augsýnog strákarnir því nálægt drauma mótinu. Hefðieinhver sagt fyrir mótið að 27. sætið yrði okkarhefðum við sáttir tekið við því en ég veit aðstrákarnir fengu smjörþefin af því sem næstumþví varð og það styrkir þeirra trú á betri árangurnáist í framtíðinni.

Ársskýrsla 2009 - Síða 29

Landsliðsverkefni 2009

Page 30: Ársskýrsla 2009

Okkar keppendur eiga hrós skilið, enda verðugirfulltrúar Íslands á þessu móti. Aldrei neinvandmál og jákvæðnin í fyrirrúmi þó aðstæðurværi nokkuð strembnar. Ekki bætti úr skák aðbankahrunið varð í upphafi móts en allir reynduað útiloka það frá daglegum verkefnumheimsmeistarmótsins. Allir sýndu okkur miklavelvild, buðust margir til þess að lána okkurpeninga og útvega okkur vinnu en samkvæmtfréttum var Ísland, sokkið í sæ. Það gætistundum smá spennu á kvöldin þegar liðstjórinnborgaði fyrir kvöldmatinn og hvort kortið værienn opið eða hvort liðstjórinn endaði íuppvaskinu. En þetta blessaðist allt og ég vonaað allir hafi að geyma góðar minningar fráÁstralíu.

Evrópumót karlalandsliða var haldið á ConwyGolf Club í Wales. Frábær árangur náðist áþessu móti og endaði liðið í 12. sæti af 20þjóðum. Sex keppendur spila höggleik og teljafimm bestu skor hvorn daginn. Síðan er raðað íriðla eftir árangri í A riðill fara lið 1-8, B riðill 9-16og C riðill 17-20. Eftir fyrri höggleiksdaginn (+10/ 370) þá vorum við í tólfta sæti en þrátt fyrirbætingu (+8 / 368) seinni daginn þá varðfimmtánda sætið okkar hlutskipti. Lokaholurnarvoru mörgum erfiðar og stolt margra bælt niður.Hlynur Geir Hjartarson GK (-2) og Axel BóassonGK (+3) voru með lægstu skor eftir höggleikinnen jöfn spilamennska allra í liðinu skópárangurinn og við spilum í B riðli. Eftirhöggleikinn er leikin holukeppni og í B riðli leikiðeinn fjórmenningur og fjóri tvímenningar. Fyrstileikur í holukeppni var gegn Walesverjum ogsigruðum við þá 3-2 og þokkuðumst við þannigupp töfluna. Þetta var sætur sigur fyrir okkur þarsem Walesverjum var spáð einum af toppsætunum á heimavelli í þessu móti. Írar vorunæstir en þar var við ofurefli að etja og unnu þeirokkur 4-1. Lokaleikurinn var við Spánverja ogtapaðist síðasti viðureignin á 23. holu enSigmundur fór alla þá leið í hörkuleik. Lokatölur3-2 fyrir Spánverjum. En eins og fyrr er getiðendaði liðið í 12. sæti sem er þriðji besti árangurkarlaliðsins á Evrópumóti frá upphafi.Evrópumót kvennaliða var haldið í Golf &Country Club í Bled Sloveníu. Síðast þegar viðsendum lið á EM kvenna þá var það í Karlstad íSvíþjóð 2005, þannig að það var tímabærákvörðun að senda lið á þetta mót. Blandað liðhjá okkur, ungar stúlkur ásamt reynslumeiri

spilurum. Sama fyrirkomulag var á þessu mótog hjá körlunum. Fyrri dagurinn gaf góðar vonirum árangur og liðið í níunda sæti í lok dags.Valdís (-1) og Signý (+1) og öll skor undir 80sem töldu. Seinni dagurinn gekk ekki upp ogendaði þannig að lakasta skor allra liða varð hjáokkar liði þennan dag og enduðum í 16.-17. sætieftir höggleikinn. Valdís sú eina með góðanhring eða (+1) 74, aðrar léku yfir 80 höggum Criðill var því staðreynd. Daginn eftir byrjaðiholukeppni þar sem keppt var við Slóveníu ogvannst öruggur sigur 4-1. Þar sem þrjár þjóðirvoru í riðlinum þá sátun við yfir og spiluðumsíðan við Írland lokadaginn þar sem góður sigurvannst 3-2 og enduðum við því í 16. sæti ímótinu. Nokkur sárabót eftir höggleikinn enmikilvægt og gott að klára skildusigra og setjamótið í reynslubankann.European Young Master, Golf NationalFrakklandi. Skemmtilegt mót þar sem blandaðvar saman einstaklingmóti og liðakeppni.Keppnin er fyrir 16 ára og yngri í báðum flokkumog frábær vettvangur til að bera saman unglingavíðs vegar fra Evrópu. Liðakeppnin er þannig aðtveir strákar og tvær stúlkur skipa liðið og þrjúskor telja hvern dag. Það voru 23 þrjár þjóðirsem tóku þátt og enduðum við í 16 sæti í þessumóti. Stelpurnar Guðrún Brá Björgvinsdóttir GKog Sunna Víðsdóttir GR enduðu á sama skor ogí 28.-29. sæti af 50 sem kepptu í þeirra flokki.Strákarnir Magnús Björn Sigurðsson GR í 42.sæti og Guðni Fannar Carisso GO í 36. sæti af48 kependum í þeirra flokki.Finnish Amateur Open Championship, HelsingiGolf Club. Finnska Golfsambandið bauð okkarað senda 5 þátttakendur á þetta mót og áttifyrrverandi landsliðsþjálfari, Staffan vinur okkarJohansson eflaust hönd í bagga með þetta boð.Fyrirkomulag mótsins var höggleikur 54 holurmeð niðurskurð eftir 36 holur. Að gegnumniðurskurð fóru 36 í karlaflokki en 18 hjákvennaflokki. Skemmst er frá því að segja aðallir okkar keppendur náðu niðurskurðinum ogvar frábær árangur þar sem mótið var mjögsterkt og margir sterkir kylfingar . Flestirkeppendur voru á þessu móti sem undirbúningfyrir Evrópumót einstaklinga, en þangað komastbara þeir sterkustu. Í karlamótinu endaði HlynurGeir Hjartasson GK (-4) í fjórða sæti, AlfreðBrynjar Kristinnson GKG á pari í tíunda sæti ogÓlafur Björn Loftsson NK (+3) í átjánda sæti.Stúlkurnar voru engir eftirbátar og endaði Eygló

Síða 30 - Ársskýrsla 2009

Landsliðsverkefni 2009

Page 31: Ársskýrsla 2009

Myrra Jónsdóttir (+8) í fimta sæti og Valdís ÞóraJónsdóttir GL (+10) í níunda sæti. Enduðu þæreinnig í öðru sæti í liðakeppni sem spilað varjafhliða einstaklingsmótinu. Já frábær árangurhjá okkar fólki og Staffan ánægður fyrir okkarhönd og ekki síður þar sem hann átti þátt í þvíað koma okkur fólki inní mótið.

Duke of York. Eins og undanfarin ár varÍslandsmeisturum í stúlkna og piltaflokki boðiðað leika á Duke of York, en því miður hafði EyglóMyrra Óskarsdóttir GO, Íslandsmeistari ístúlknaflokki ekki tök á að taka þátt í þessuverkefni þar sem hún fór til náms tilBandaríkjanna. Haraldur Franklín Magnús GRvar því einni keppendinn frá Íslandi á mótinu ogendaði í 33.-36. sæti af 57 keppendum, lékhringina 3 á 237 höggum.

LokaorðVið verðum að átta okkur á breytingunum semorðið hafa og vera tilbúin að mæta en meirimótbyr en verið hefur í öflun tekna fyrirgolfhreyfinguna. Vissulega koma upp hnökrar íaðhaldi hjá stóru sambandi eins og GSÍ er í dag.En markmið okkar er ætíð að fara ekki fram úrþeim áætlunum sem settar voru fram í byrjun.En þeim varð að breyta í takt við það sem innkom í kassan enda viljum við ekki vera meðstóran mínus á milli ára, það kemur bara niður áframtíðarstarfinu. Ekki svo að ég sé að geraþetta svartara en það er, en hógværð og lítillætieiga eflaust meðbyr hjá öllum í dag.En að jákvæðum nótum, þá eru nokkri hlutirsem ekki hafa breyst að neinu marki. Öll eigumvið kylfur, æfingabolta og aðgang aðæfingasvæðum með lærðum kennurum, ásamtfrábærum golfvöllum. Er þetta ekki undirstaðantil þess að bæta árangur sinn í golfi, jú oghornsteinn að rekstri golfhreyfingarinnar, íútbreiðslu golfíþróttarinnar til almennings ogbættum árangri afrekskylfinga.

Sem fyrr þá er vinnan á bak við þessa starfsemií höndum skrifstofunnar þar sem HörðurÞorsteinsson stjórnar með Arnar Geirsson ogStefán Garðarson sér við hlið og framfylgja þeirákvörðunum stjórnar GSÍ sem markar þá leiðsem farin er. Frábært starf í mjög svo erfiðuumhverfi en endurspeglast í góðri samvinnu ástörfum sem sjaldan eða aldrei sjást. Ég segi oftí góðu tómi að þeir afli tekna, en ég eyði þeim.

Að mínu mati var árið í ár eitt af okkar bestuárum í alþjóðlegum árangri og við getum veriðstolt af þeim keppendum sem voru fulltrúarokkar. En meistarar verða ekki bara til í einhverjilukku, draumur um getu í golfi er góður draumur,en verða bara draumar. Því eins og ég hef sagtáður, þá æfir afreksmaðurinn á meðan þigdreymir dagdrauma um frægð.Látum verkin tala.

Ragnar ÓlafssonLiðstjóri og landliðseinvaldur GSÍ

Evrópumót karla - Conwy Golf Club, Wales Axel Bóasson, GKHlynur Geir Hjartarsson, GKKristján Þór Einarsson, GKjÓlafur Björn Loftsson, NKSigmundur Einar Másson, GKGSigurþór Jónsson, GRRagnar Ólafsson, liðstjóriDerrick Moore, kennari

Evrópumót kvenna - Bled GC. SlóveníuEygló Myrra Óskarsdóttir, GOÓlafía Þórunn Kristinsdóttir, GRRagna Björk Ólafsdóttir, GKSigný Arnórsdóttir, GKValdís Þóra Jónsdóttir, GLTinna Jóhansdóttir, GKSteinunn Eggertsdóttir, liðstjóriKarla Ómar Karlsson, kennari

European Young Masters - FrakklandiGuðrún Brá Björgvinsdóttir, GKSunna Víðisdóttir, GRGuðni Fannar Carrico, GOMagnús Björn Sigurðsson, GRRagnar Ólafsson, liðstjóri

Finnska Opna - Helsingi Golf ClubAlfreð Brynjar Kristinnsson, GKGHlynur Geir Hjartarsson, GKÓlafur Björn Loftsson, NKEygló Myrra Óskarsdóttir, GOValdís Þóra Jónsdóttir, GLRagnar Ólafsson, liðstjóri

Duke of York - SkotlandHaraldur Franklín, GRHörður Þorsteinsson, fararstjóri

Ársskýrsla 2009 - Síða 31

Landsliðsverkefni 2009

Page 32: Ársskýrsla 2009

Úrslit úr mótum GSÍ

Stigameistarar 2009Karlaflokkur1. Alfreð Brynjar Kristinsson, GKG2. Einar Haukur Óskarsson, GOB 3. Axel Bóasson, GK

Piltar 17-18 ára1. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR 2. Rúnar Arnórsson, GK 3. Andri Már Óskarsson, GHR

Drengir 15-16 ára1. Magnús Björn Sigurðsson, GR 2. Guðni Fannar Carrico, GO 3. Bjarki Pétursson, GB

Strákar 13-14 ára1. Ragnar Már Garðarsson, GKG2. Ísak Jasonarson, GK 3. Ágúst Elí Björgvinsson, GK

Kvennaflokkur 1. Signý Arnórsdóttir, GK 2. Ragnhildur Sigurðardóttir, GR3. Ásta Birna Magnúsdóttir, GK

Stúlkur 17-18 ára1. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR 2. Jódís Bóasdóttir, GK 3. Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO

Telpur 15-16 ára1. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK 2. Sunna Víðisdóttir, GR 3. Halla Björk Ragnarsdóttir, GR

Stelpur 13-14 ára1. Guðrún Pétursdóttir, GR 2. Anna Sólveig Snorradóttir, GK 3. Bryndís María Ragnarsdóttir, GK

JúlíusarbikarinnBjörgvin Sigurbergsson, GK

Efnilegust 2009, Karla- ogkvennaflokkurGuðmundur Ágúst Kristjánsson, GRÓlafía Þórunn Kristinsdóttir, GR

Stigameistarar KlúbbaKarlaflokkur, Golfklúbbur ReykjavíkurKvennaflokkur, Golfklúbburinn KeilirUnglingaflokkur, Golfklúbburinn Keilir

Íslandsmeistarar í höggleikKarlaflokkur1. Ólafur Björn Loftsson, NK2. Stefán Már Stefánsson, GR3. Björgvin Sigurbergsson, GK

Piltar 17-18 ára1. Haraldur Franklín Magnús, GR 2. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR 3. Guðmundur Örn Árnason, NK

Drengir 15-16 ára1. Sigurður Ingvi Rögnvaldsson, GHD 2. Björn Öder Ólason, GO 3. Guðni Fannar Carrico, GO

Strákar 13-14 ára1. Oliver Fannar Sigurðsson, GK

2. Ragnar Már Garðarsson, GKG3. Ástgeir Ólafsson, GR

Kvennaflokkur1. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL2. Signý Arnórsdóttir, GK3. Ásta Birna Magnúsdóttir, GK

Stúlkur 17-18 ára1. Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO2. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR 3. Jódís Bóasdóttir, GK

Telpur 15-16 ára1. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK2. Arndís Eva Finnsdóttir, GK 3. Sunna Víðisdóttir, GR

Stelpur 13-14 ára1. Guðrún Pétursdóttir, GR 2. Anna Sólveig Snorradóttir, GK 3. Þórdís Rögnvaldsdóttir, GHD

Íslandsmeistarar í holukeppniKarlaflokkur1. Kristján Þór Einarsson, GKj2. Einar Haukur Óskarsson, GOB3. Magnús Lárusson, GKj

Piltar 17-18 ára.1. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR2. Andri Már Óskarsson, GHR3. Haraldur Franklín Magnús, GR

Drengir 15-16 ára1. Magnús B. Sigurðsson, GR2. Guðni Fannar Carrico3. Guðni F. Oddsson, GS

Strákar 13-14 ára1. Ragnar M. Garðarsson, GKG2. Kristinn R. Sigurðsson, GR3. Ísak Jasonarson, GK

Kvennaflokkur 1. Signý Arnórsdóttir, GK2. Ásta Birna Magnúsdóttir, GK3. Ingunn Gunnarsdóttir, GKG

Stúlkur 17-18 ára1. Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO2. Karen Guðnadóttir, GS3. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR

Telpur 15-16 ára1. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK2. Sunna Víðisdóttir, GR3. Halla B. Ragnarsdóttir, GR

Stelpur 13-14 ára1. Guðrún Pétursdóttir, GR2. Anna S. Snorradóttir, GK3. Þórdís Rögnvaldsdóttir, GHD

Íslenska mótaröðin

Stigamót 1Karlaflokkur1. Magnús Lárusson, GKj2. Axel Bóasson, GK3. Örn Ævar Hjartarson, GS

Kvennaflokkur1. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL2. Ragna Björk Ólafsdóttir, GK3 Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO

Stigamót 2Karlaflokkur1. Sigmundur Einar Másson, GKG2. Þórður Rafrn Gissurarson, GR3. Helgi Birkir Þórisson, GSE

Kvennaflokkur1. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL2. Ragna Björk Ólafsdóttir, GK3 Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO

Stigamót 3Karlaflokkur1. Einar Haukur Óskarsson, GOB2. Björgvin Sigurbergsson, GK3-4. Haraldur Franklín Magnús, GR3-4. Andri Þór Björnsson, GR

Kvennaflokkur1. Signý Arnórsdóttir, GK2. Ragnhildur Sigurðardóttir, GR3 Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO

Stigamót 4Karlaflokkur1. Ólafur Björn Loftsson, NK2. Stefán Már Stefánsson, GR3. Björgvin Sigurbergsson, GK

Kvennaflokkur 1. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL2. Signý Arnórsdóttir, GK3. Ásta Birna Magnúsdóttir, GK

Stigamót 5Karlaflokkur1. Andri Þór Björnsson, GR2. Alfreð Brynjar Kristinsson, GKG3. Arnar Snær Hákonarson, GR

Kvennaflokkur1. Ragnhildur Sigurðardóttir, GR2. Heiða Guðnadóttir, GKj3. Ásta Birna Magnúsdóttir, GK

Stigamót 6Karlaflokkur1. Kristján Þór Einarsson, GKj2. Einar Haukur Óskarsson, GOB3. Magnús Lárusson, GKj

Kvennaflokkur 1. Signý Arnórsdóttir, GK2. Ásta Birna Magnúsdóttir, GK3. Ingunn Gunnarsdóttir, GKG

Mótaröð unglingaStigamót 1Piltar 17-18 ára.1. Sveinn Gunnar Björnsson GO2-3. Andri Már Óskarsson, GHR2-3. Haraldur Franklín Magnús, GR

Page 33: Ársskýrsla 2009

Ársskýrsla 2009 - Síða 33

Drengir 15-16 ára1. Magnús B. Sigurðsson, GR2-3. Elvar Aron Hauksson, GHG2-3. Guðni Fannar Carrico

Strákar 13-14 ára1. Ragnar M. Garðarsson, GKG2. Ísak Jasonarson, GK3. Pétur Magnússon, GK

Stúlkur 17-18 ára1. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR2. Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO3. Jódís Bóasdóttir, GK

Telpur 15-16 ára1. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK2. Sunna Víðisdóttir, GR3. Ásdís Eva Finnsdóttir, GK

Stelpur 13-14 ára1. Anna Sólveig Snorradóttir, GK2. Bryndís María Ragnarsdóttir, GK3. Helga Kristín Gunnlaugsdóttir, NK

Stigamót 2Piltar 17-18 ára1. Sveinn Gunnar Björnsson GO2-3. Andri Már Óskarsson, GHR2-3. Haraldur Franklín Magnús, GR

Drengir 15-16 ára1. Magnús B. Sigurðsson, GR2-3. Elvar Aron Hauksson, GHG2-3. Guðni Fannar Carrico

Strákar 13-14 ára1. Ragnar M. Garðarsson, GKG2. Ísak Jasonarson, GK3. Pétur Magnússon, GK

Stúlkur 17-18 ára1. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR2. Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO3. Jódís Bóasdóttir, GK

Telpur 15-16 ára1. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK2. Sunna Víðisdóttir, GR3. Ásdís Eva Finnsdóttir, GK

Stelpur 13-14 ára1. Anna Sólveig Snorradóttir, GK2. Bryndís María Ragnarsdóttir, GK3. Helga Kristín Gunnlaugsdóttir, NK

Stigamót 3Piltar 17-18 ára1. Rúnar Arnórsson, GK2. Andri Már Óskarsson, GHR3. Páll Theodórsson, GKj

Drengir 15-16 ára1. Hallgrímur Júlíusson, GV2. Guðni Fannar Carrico3. Bjarki Pétursson, GB

Strákar 13-14 ára1. Ágúst Elí Björgvinsson, GK2. Ísak Jasonarson, GK3. Kristinn Reyr Sigurðarsson, GR

Stúlkur 17-18 ára1. Jódís Bóasdóttir, GK2-3. Karen Guðnadóttir, GS2-3. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR

Telpur 15-16 ára1. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK2. Sunna Víðisdóttir, GR3. Tanja Rós Ingadóttir, GKj

Stelpur 13-14 ára1. Guðrún Pétursdóttir, GR2. Anna Sólveig Snorradóttir, GK3. Særós Eva Ólafsdóttir, GKG

Stigamót 4 - Íslandsmótið í holukeppniPiltar 17-18 ára.1. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR2. Andri Már Óskarsson, GHR3. Haraldur Franklín Magnús, GR

Drengir 15-16 ára1. Magnús B. Sigurðsson, GR2. Guðni Fannar Carrico3. Guðni F. Oddsson, GS

Strákar 13-14 ára1. Ragnar M. Garðarsson, GKG2. Kristinn R. Sigurðsson, GR3. Ísak Jasonarson, GK

Stúlkur 17-18 ára1. Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO2. Karen Guðnadóttir, GS3. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR

Telpur 15-16 ára1. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK2. Sunna Víðisdóttir, GR3. Halla B. Ragnarsdóttir, GR

Stelpur 13-14 ára1. Guðrún Pétursdóttir, GR2. Anna S. Snorradóttir, GK3. Þórdís Rögnvaldsdóttir, GHD

Stigamót 5 - Íslandsmótið í höggleikPiltar 17-18 ára1. Haraldur Franklín Magnús, GR 2. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR 3. Guðmundur Örn Árnason, NK

Drengir 15-16 ára1. Sigurður Ingvi Rögnvaldsson, GHD 2. Björn Öder Ólason, GO 3. Guðni Fannar Carrico, GO

Strákar 13-14 ára1. Oliver Fannar Sigurðsson, GK2. Ragnar Már Garðarsson, GKG3. Ástgeir Ólafsson, GR

Stúlkur 17-18 ára1. Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO2. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR 3. Jódís Bóasdóttir, GK

Telpur 15-16 ára1. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK2. Arndís Eva Finnsdóttir, GK 3. Sunna Víðisdóttir, GR

Stelpur 13-14 ára1. Guðrún Pétursdóttir, GR 2. Anna Sólveig Snorradóttir, GK 3. Þórdís Rögnvaldsdóttir, GHD

Stigamót 6Piltar 17-18 ára1. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR 2. Rúnar Arnórsson, GK3. Theodór Emil karlsson, GKj

Drengir 15-16 ára1. Magnús Björn Sigurðsson, GR2. Emil Þór Ragnarsson, GKG3. Guðni Fannar Carrico, GO

Strákar 13-14 ára1. Ragnar Már Garðarsson, GKG2. Ágúst Elí Björgvinsson, GK3. Ísak Jasonarson, GK

Stúlkur 17-18 ára2. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR 3. Jódís Bóasdóttir, GK 3. Auður Björt Skúladóttir, GK

Telpur 15-16 ára1. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK2. Sunna Víðisdóttir, GR 3. Halla Björg Ragnarsdóttir, GR

Stelpur 13-14 ára1. Guðrún Pétursdóttir, GR 2. Bryndís María Ragnarsdóttir, GK3. Anna Sólveig Snorradóttir, GK

ÁskorendamótaröðinMót 1Strákar 14 ára og yngri1. Birgir björn Magnússon, GK2. Gísli Sveinbjörsson, GK2. Fannar Ingi Steingrímsson, GHG

Drengir 15-16 áraHersir Aron Ólafsson, GRSvavar Guðjónsson, GREgill Sölvi Harðarson, GR

Stelpur 14 ára og yngri1. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR2. Karen Ósk Kristjánsdóttir, GR3. Sara Margrét Hinriksdóttir, GK

Mót 2Strákar 14 ára og yngri1. Birgir Björn Magnússon, GK2. Gísli Sveinbjörsson, GK2. Eggert Kristján Kristmundsson, GR

Drengir 15-16 ára1. Egill Sölvi Harðarson, GR2. Guðmundur Birkir Hálfdánarson, GK3. Bjarki Dagur Sigurðarson, GK

Stelpur 14 ára og yngri1. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR2. Erna Kristjánsdóttir, GK3. Þóra Kristín Ragnarsdóttir, GK

Úrslit úr mótum GSÍ

Page 34: Ársskýrsla 2009
Page 35: Ársskýrsla 2009

Ársskýrsla 2009 - Síða 35

Úrslit úr mótum GSÍ

Mót 3Strákar 14 ára og yngri1. Birgir Björn Magnússon, GK2. Gísli Sveinbjörsson, GK3. Elías Fannar Arnarsson, GK

Drengir 15-16 ára1. Daníel Hilmarsson, GSG2. Guðmundur Birkir Hálfdánarson, GK3. Þórhallur Arnar Vilbergsson, GSG

Stelpur 14 ára og yngri1. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR2. Þóra Kristín Ragnarsdóttir, GK3. Karen Ósk Kristjánsdóttir, GR

Mót 4Strákar 14 ára og yngri1. Birgir Björn Magnússon, GK2. Gísli Sveinbjörsson, GK2. Kristján Leifur Sverrisson, GK

Drengir 15-16 ára1. Ólafur Dór Steindórsson, GHG2. Daníel Hilmarsson, GSG3. Þórhallur Arnar Vilbergsson, GSG

Stelpur 14 ára og yngri1. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR2. Karen Ósk Kristjánsdóttir, GR3. Eva Karen Björnsdóttir, GR

Mót 5Strákar 14 ára og yngri1. Gísli Sveinbjörsson, GK2. Birgir Björn Magnússon, GK3. Eggert Kristján Kristmundsson, GR

Drengir 15-16 ára1. Daníel Hilmarsson, GSG2. Bjarki Dagur Sigurðsson, GK3. Jóhann Garðar Blöndal, GS

Stelpur 14 ára og yngri1. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR2. Karen Ósk Kristjánsdóttir, GR3. Þóra Kristín Ragnarsdóttir, GK

Mót 6Strákar 14 ára og yngri1. Gísli Sveinbjörsson, GK2. Birgir Björn Magnússon, GK3. Hinrik Þráinn Örnólfsson, GKG

Drengir 15-16 ára1. Daníel Hilmarsson, GSG2. Bjarki Dagur Sigurðsson, GK3. Þórhallur Arnar Vilbergsson, GSG

Stelpur 14 ára og yngri1. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR2. Karen Ósk Kristjánsdóttir, GR3. Þóra Kristín Ragnarsdóttir, GK

Íslandsmót eldri kylfingaKonur 50+ með forgjöf1. María Málfríður Guðnadóttir, GKG2. Kristín H Pálsdóttir, GK3. Erla Adolfsdóttir, GK

Konur 65+ með forgjöf1. Sigrún Margrét Ragnarsdóttir, GK

2. Lovísa Sigurðardóttir, GR3. Inga Magnúsdóttir

Konur 50+ án forgjafar1. María Málfríður Guðnadóttir, GKG2. Erla Adolfsdóttir, GK3. Kristín H Pálsdóttir, GK

Konur 65+ án forgjafar1. Sigrún Margrét Ragnarsdóttir, GK2. Inga Magnúsdóttir, GK3. Lovísa Sigurðardóttir, GR

Karlar 55+ með forgjöfGísli B Blöndal, GRSigurgeir Jónsson, GVKristján Gunnar Ólafsson, GV

Karlar 70+ með forgjöf1. Magnús R Jónsson, GR2. Jens Karlsson, GK3. Kjartan Lárus Pálsson, NK

Karlar 55+ án forgjafar1. Jón Haukur Guðlaugsson, GO2. Rúnar Svanholt, GR3. Jóhann Peter Andersen, GK

Karlar 70+ án forgjafar1. Magnús R Jónsson, GR2. Jens Karlsson, GK3. Sigurjón Rafn Gíslason, GK

Íslandsmót 35 ára og eldri1. flokkur, karla1. Arnar Sigurbjörnsson, Gkj2. Tryggvi Valtýr Traustason, GSE3. Kristján Hilmir Gylfason, GA

2. flokkur, karla1. Konráð Vestmann Þorsteinsson, GA2. Ásbjörn Þ Björgvinsson, GA3. Magnús Guðjón Hreiðarsson, GH

3. flokkur, karla1. Þórður Már Jóhannesson, GR2. Birkir Sveinsson, GK3. Lórenz Þorgeirsson, GKG

4. flokkur, karla1. Halldór Örvar Stefánsson, GSE2. Hans Guðmundsson, GO3. Jón Kristján Ólason, GR

1. flokkur, kvenna1. Andrea Ásgrímsdóttir, GA2. Þórdís Geirsdóttir, GK3. Sólveig Ágústsdóttir, GR

2. flokkur, kvenna1. Leanne Carol Leggett, GA2. Dóra Henriksdóttir, GVG3. Indíana Auður Ólafsdóttir, GHD

3. flokkur, kvenna1. Jónína Rútsdóttir, GR2. Ásta Andreassen, GR3. Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir, GK

SveitakeppniKarlaflokkur, 1. deild

1. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar2. Golfklúbbur Reykjavíkur3. Golfklúbburinn Kjölur

Karlaflokkur, 2. deild1. Nesklúbburinn2. Golfklúbbur Setbergs3. Golfklúbbur Öndverðarness

Karlaflokkur, 3. deild1. Golfklúbbur Húsavíkur2. Golfklúbbur Bakkakots3. Golfklúbbur Sauðárkrók

Karlaflokkur, 4. deild1. Golklúbbur Hveragerðis2. Golfklúbur Sandgerðis3. Golfklúbbur Vatnsleysustrandar

Kvennaflokkur, 1. deild1. Golfklúbburinn Keilir2. Golfklúbbur Reykjavíkur3. Golfklúbburinn Kjölu

Kvennaflokkur 2. deild1. Golfklúbburinn Leynir2. Golfklúbburinn Mostri3. Golfklúbbur Sauðarkróks

Eldri kylfingar, Karlaflokkur1. Golfklúbbur Reykjavíkur2. Golfklúbbur Akureyrar3. Golfklúbburinn Oddur

Eldri kylfingar, kvennaflokkur1. Golfklúbburinn Keilir2. Golfklúbbur Suðurnesja3. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar

Drengir 16 ára og yngri1. Golfklúbbur Borgarness og Odds2. Golfklúbburinn Keilir, A-sveit3. Golfklúbbur Reykjavíkur, A-sveit

Piltar 18 ára og yngri1. Golfklúbbur Reykjavíkur2. Golfk. Akureyrar, Sauðarkróks, Hamar3. Golfklúbburinn Keilir

Stúlkur 18 ára og yngri1. Golfklúbbur Reykjavíkur, A-sveit2. Golfklúbburinn Keilir, A-sveit3. Golfklúbbur Reykjavíkur, B-sveit

BikarinnLandsbyggðin vann með 17 vinningumgegn 7.

Page 36: Ársskýrsla 2009

Golfsamband ÍslandsStofnað 1942

Engjavegi 6104 Reykjavík

Sími: 514-4050Fax: 514-4051

[email protected]